25.04.1939
Efri deild: 50. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 240 í B-deild Alþingistíðinda. (603)

12. mál, raforkuvirki

*Frsm. (Páll Hermannsson):

Þetta frv. hefir hlotið afgreiðslu í hv. Nd. ágreiningslaust og með mjög litlum breyt. frá því, sem það var lagt fram. Það stuðlar að því, að framvegis verði betra eftirlit með raforkuvirkjum og raflögnum heldur en verið hefir áður, bæði að því er snertir gæði og endingu þessara vara og einnig viðkomandi öryggi gagnvart eldhættu, sem nú er, eins og vitað er, alltaf býsna mikil. Dálítill aukinn kostnaður fylgir þessu eftirliti samkv. þessu frv. frá því, sem verið hefir, en ekki meiri en það, að það eru líkur til þess, að sá aukni kostnaður muni margborga sig.

Iðnn. þessarar hv. d. hefir athugað frv. og komizt að þeirri niðurstöðu, að hún vildi mæla með því, að frv. verði samþ. óbreytt.