22.04.1939
Neðri deild: 47. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 250 í B-deild Alþingistíðinda. (681)

83. mál, mæðiveikin

Skúli Guðmundsson:

Þótt hv. landbn. gæti ekki fallizt á brtt. mína að öllu leyti eins og hún er, get ég eftir atvikum sætt mig við þessa afgreiðslu málsins, þar sem með því er hægt fyrir framkvæmdan. mæðiveikivarnanna í einstökum tilfellum að taka tillit til mismunandi aðstöðu manna, eftir því sem hún telur rétt og þörf vera á. Mun ég því, ef þessi skrifl. brtt. n. verður samþ., taka aftur mína till. á þskj. 208.

Ræði hv. landbn. og sömuleiðis framkvæmdan. mæðiveikivarnanna hafa lýst yfir, að þær telji, að það þurfi á þessu ári að taka til endurskoðunar þær reglur um úthlutun á þessu styrktarfé, sem gilt hafa að undanförnu, og að þetta verði gert. Það er að vísu svo, að það er ákaflega erfitt að finna alveg ákveðnar reglur til þess að fara eftir í þessum efnum. Þetta verður alltaf að nokkru leyti matsatriði, vegna þess að það er svo margt, sem veldur aðstöðumun manna og ekki kemur fram í þeim skýrslum, sem þessi n. hefir til þess að vinna úr, hversu vel og samvizkusamlega sem þær eru gerðar. Það, sem vakir fyrir mér, var, að jafnframt því, að farið væri eftir þessum skýrslum um tjón af völdum veikinnar, væri einnig tekið nokkurt tillit til mismunandi heimilisástæðna og afkomumöguleika vegna framfærsluþunga o. fl. Þetta er atriði, sem þarf að koma til greina. Vitanlega er mjög erfitt fyrir slíka landsn. sem þessa að meta þetta í hverju einstöku tilfelli, en í l. er svo ákveðið, að í hverjum hreppi skuli vera sérstakur fulltrúi, sem safni skýrslum og upplýsingum varðandi tjón af völdum veikinnar. Sömuleiðis er ákveðið, að í hverri sýslu skuli vera tveir fulltrúar, sem safni skýrslunum saman fyrir sýslufélögin og séu landsn. til, hjálpar um till. við úthlutun styrktarfjárins. Þegar ætti að taka tillit til mismunandi aðstæðna manna, mundi það vitanlega verða þannig í framkvæmdinni, að þessir fulltrúar heima í sveitunum gerðu sínar till. um slíkt, þar sem sem þeir væru færastir um það vegna kunnugleika á högum einstakra manna.

Þá hefir einnig fengizt upplýst hjá framkvæmdan., að hún muni úthluta því fé, sem varið er til hreppa- og sýsluvega á mæðiveikisvæðinu, til hvers hreppsfélags í heild, og verður það þá hlutverk hreppsnefnda, í samráði við hina einstöku fulltrúa, að skipta vinnunni milli hreppsbúa, enda er sjálfsagt og æskilegt, að hreppsnefndirnar úthluti þessu fé meðfram eftir ástæðum manna og taki þar ekki eingöngu til greina það beina tjón, sem menn hafa orðið fyrir, eða skipti vinnunni í hlutfalli við það, heldur hafi og hliðsjón af ýmsum öðrum aðstæðum, í samræmi við það, sem ég hefi lagt til í minni brtt.

Ég get því, eftir að þessi brtt. er fram komin, þar sem í henni felst heimild í einstökum tilfellum til þess að jafna þennan aðstöðumun, og því er jafnframt lýst yfir, að þetta verði tekið til nýrrar athugunar á þessu ári, fallizt á að taka mína brtt. aftur.