24.11.1939
Efri deild: 68. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 257 í B-deild Alþingistíðinda. (726)

100. mál, ferðir skipa

*Frsm. (Sigurjón Á. Ólafsson); Herra forseti! það er sama um þetta mál að segja og það, sem afgr. var hér á undan, að það er komið frá hv. Nd. og er shlj. bráðabirgðal., sem hæstv. ríkisstjórn hefir gefið út áður en Alþ. kom saman nú í haust.

N. hefir athugað þetta frv. og ekki séð neina ástæðu til að gera neina brtt. við það, en er hinsvegar alveg sammála um efni frv. og að nauðsyn hafi borið til að gefa út slík l. með tilliti til þess ástands, sem nú ríkir. Allshn. leggur því til, að frv. verði samþ. eins og það liggur fyrir.