09.11.1939
Neðri deild: 56. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 259 í B-deild Alþingistíðinda. (747)

99. mál, sala og útflutningur á vörum

*Atvmrh. (Ólafur Thors) :

Eins og hv. þdm. öllum er kunnugt um, hefir nú lengi verið í l. hér á Íslandi heimild fyrir ríkisstj. til að hafa a. m. k. takmarkað eftirlit með útflutningi framleiðsluvara landsins. Þetta var í öndverðu talið nauðsynlegt að lögfesta, sakir þess að eftir því sem þjóðin gerði verzlunarsamninga við fleiri af nágrannaþjóðunum, eftir því varð meiri nauðsyn til þess, að útflutningsverzlunin gæti runnið í vissa og alveg ákveðna farvegi.

Þessari íhlutun þess opinbera um útflutninginn hefir að undanförnu aðallega verið beitt í því skyni að fullnægja þeim þörfum, sem mismunandi verzlunarmagn í samningum við nágrannaþjóðirnar hverja fyrir sig hefir kallað á. Eftir að styrjöldin brauzt út þótti nauðsynlegt að kveða fastara á í þessum efnum og að heimila ríkisstj. aðra og meiri íhlutun um útflutninginn heldur en hún hafði þá l. samkvæmt. Í því skyni að ná þeim tilgangi voru gefin út bráðabirgðal. 29. ágúst 1939, og eru þau prentuð sem fylgiskjal með frv. Þetta var rétt eftir að ófriðurinn brauzt út á milli Þjóðverja og Pólverja, en áður en Englendingar tóku þátt í stríðinu. Þegar þessi l. voru gefin út, 29. ágúst, gat ríkisstj. ekki gert sér grein fyrir, hvernig rás viðburðanna yrði, en þóttist skilja, að ríkisstj. yrði að hafa meira íhlutunarstarf um þetta en áður. Eftir að ríkisstj. gat gert sér betur grein fyrir viðhorfinu, gaf hún svo út ný bráðabirgðal. L. frá 29. ágúst heimila að vísu ríkisstj. að banna að flytja út vörutegundir eftir því, sem hún telur nauðsynlegt. En þrátt fyrir þetta þótti þó æskilegt, að stj. fengi viðtækari heimild um þetta. Og þessi heimild var gerð með bráðabirgðal. þeim, sem nú er með þessu frv., sem hér liggur fyrir, leitað staðfestingar á.

Ég geri ráð fyrir, að hv. þm. veiti því athygli, að viðskmrh. hefir ásamt konungi skrifað undir fyrri l., en aftur á móti atvmrh. undir síðari l., og fjalla bæði l. þó um útflutningsverzlun. Þetta er af því, að samkomulag varð innan ríkisstj. á milli útgáfu þessara l. um breyt. á verkaskiptingu. Það hafði verið svo áður en núverandi ríkisstj. tók við völdum, að þetta lá á valdi hennar. En eftir að viðskiptamálaráðuneytið var stofnað þótti rétt, að þetta heyrði undir viðskmrh. En þegar svo kom að því að gefa út þessi sérstöku l. og ríkisstj. var ljóst, að með þeim var ákveðið að staðbinda, að einhver ráðh. hefði allt vald yfir og eftirlit með útflutningnum, þá þótti rétt, að það væri atvmrh., vegna þess að fiskimálan., síldarútvegsn. og aðrar slíkar útflutningsn. heyra undir atvinnumálaráðuneytið. Þetta var því fremur talið rétt, þar sem ákveðið var, að undir viðskmrh. væri látið falla annað mikið verkefni, sem er yfirstjórn allrar vöruskömmtunar í landinu. — Mér þótti rétt að gera aðeins grein fyrir þessu um leið og málið fer til 1. umr.

Þetta frv. fer fram á, eins og hv. þdm. er ljóst, að ríkisstj. hafi heimild til þess að ákveða, að engar vörur megi bjóða til sölu eða selja til útlanda eða flytja úr landi nema með leyfi ríkisstj. Og ennfremur getur ríkisstj. ákveðið. að engir megi bjóða til sölu, selja til útflutnings eða flytja vörur úr landi aðrir en þeir, sem til þess hafa fengið sérstaka löggildingu ríkisstjórnarinnar. Þessi heimild 3. gr. hefir ekki verið notuð, og verður sjálfsagt ekki notuð að óbreyttum kringumstæðum.

Þetta má segja, að sé aðalkjarni l., að því viðbættu, að ríkisstj. hefir samkv. frv. heimild til þess að fela sérstaklega þar til kjörinni n. að fara með þetta vald fyrir hönd ríkisstj. Samkv. þessu hefir verið skipuð 5 manna útflutningsn., sem hefir þetta starf með höndum í samráði við atvmrn.

Ég fel á þessu stigi málsins ekki ástæðu til að fara langt út í að ræða tilgang frv. eða hitt, að hvaða gagni þessi lagasetning nú þegar hefir komið, en vil þó aðeins víkja að því, að í fyrsta lagi er það náttúrlega tilgangurinn að hafa eftirlit með útflutningnum, eins og gert var samkv. eldri lagaákvæðum, þ. e. að veita ríkisstj. með þeim aðstöðu til þess að hafa þá íhlutun um útflutninginn, sem nægir til þess að fullnægja verzlunarsamningum, sem ríkið á ýmsum tímum hefir verið búið að gera við aðrar þjóðir.

En annar tilgangur með þessari lagasetningu er að tryggja, að útflutningsn. geti haft hönd í bagga um útflutninginn í því skyni að leiðbeina mönnum um verðlag. Útflutningsn. varð þess vör, að útflytjendur sóttu um leyfi til að selja vörur langt undir því verði, sem útflutningsn. hefir verið kunnugt um, að hægt væri að ná. Útflutningsn. hefir þá aðstoðað þessa menn til þess að ná miklu hærra verði en annars hefði verið hægt að ná, bæði beint og óbeint. Gagnsemi n. hefir komið verulega fram þannig, að menn, sem mundu hafa verið ánægðir með að selja vöru sína til útlanda fyrir svo eða svo lágt verð, hafa fyrir starf útflutningsn. fengið hærra verð fyrir sína vöru, og það án þess að fara beint til n., heldur með því að vita, hvað aðrir hafa fengið fyrir vöru sína. Og aldrei er meiri þörf á slíkum leiðbeiningum heldur en einmitt á þessum tímum, þegar verðsveiflur hafa orðið svo stórfelldar og snöggar af völdum ófriðarins.

Viðvíkjandi útflutningnum verðum við að hafa hliðsjón af því, hvar helzt er að afla nauðsynja til lífsviðurværis og áframhaldandi framleiðslu- og viðskiptastarfsemi. Allt mun þetta þó betur koma í ljós í framtíðarstarfsemi n. heldur en nú liggur fyrir. Loks verður útflutningsnefnd að hafa hliðsjón af þeim þörfum, sem skapast vegna þeirra takmarkana, sem útflutningnum eru settar af völdum ófriðaraðila.

Ég skal svo ekki frekar ræða um tilgang og starfsemi útflutningsnefndar. Ég vildi aðeins taka það fram, að hennar verkefni eru mörg og vandasöm, og það var ekki auðleikinn leikur, sem hennar beið, þegar hún í upphafi þurfti að taka ákvörðun um það t. d., að hve miklu leyti ætti að fullnægja samningum, sem búið var að gera um sölu, en ekki var búið að fullnægja.

Af því, sem ég nú hefi sagt, er það auðsætt, að verkefni n. eru mörg, en ég held, að það megi með sanni segja, að henni hafi tekizt, það sem af er, að stýra giftusamlega í þessum efnum, og hún hefir átt mikinn þátt í að bjarga fyrir landsmenn þó nokkrum fjármunum, sem annars hefðu farið forgörðum.

Ég get sagt það, ekki aðeins fyrir hönd ríkisstj., heldur annara þeirra, sem hafa hagsmuni af útflutningnum, að það eru tengdar miklar vonir við það, að gagn hljótist af þessari starfsemi. Og ég vænti þess, að Alþ. taki þessu máli vel.

Ég vil leyfa mér að óska þess, að málinu verði vísað til allshn.umr. lokinni.