24.11.1939
Efri deild: 68. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 263 í B-deild Alþingistíðinda. (757)

99. mál, sala og útflutningur á vörum

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Þetta frv. er komið frá hv. Nd. og er shlj. bráðabirgðal., sem gefin voru út 12. sept. síðastl.

Allshn. hefir lagt til, að frv. verði samþ. óbreytt. En síðan n. skilaði áliti, hefir hún fengið bendingu frá ríkisstj. um lítilsháttar breyt. við 1. gr. frv., og hefir n. það nú til athugunar og mun sennilega flytja litla brtt. við 3. umr.

Að öðru leyti sé ég ekki ástæðu til að fjölyrða um frv. Það er ein af þeim ráðstöfunum, sem nauðsynlegt hefir verið að gera vegna styrjaldarástandsins, og liggur ákaflega ljóst fyrir.