13.03.1939
Efri deild: 16. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 40 í B-deild Alþingistíðinda. (83)

8. mál, námulög

Atvmrh. (Skúli Guðmundsson) :

Þetta frv. er borið fram hér á þingi til þess að fá staðfestingu Alþingis á bráðabirgðalögum, sem út voru gefin 2. sept. síðastl. til breyt. á og viðauka við námulög frá 1909. Aðalefni þessara l. er, að málmgraftarbréf, sem um er rætt í l. og gert er ráð fyrir, að út séu gefin af lögreglustjóra, eigi að fá staðfestingu atvmrh. til þess að fá gildi, og allar ráðstafanir í því efni séu ógildar þangað til samþykki atvmrn. er fengið. Þótti óhjákvæmilegt að setja þessa breyt. við námulögin til þess m. a. að koma í veg fyrir, að einstaklingar eða félög gætu náð haldi á slíkum eignum, eigendum þeirra eða þjóðinni í heild til tjóns.

Mál þetta hefir þegar verið afgr. frá Nd., og vildi ég óska þess, að því yrði að lokinni umr. hér í d. vísað til allshn.