13.12.1939
Efri deild: 83. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 318 í B-deild Alþingistíðinda. (838)

121. mál, póstlög

Frsm. (Páll Hermannsson):

Eins og sjá má á þessu frv., er hér á ferðinni allstór lagabálkur. sem leiðir af sér ný póstlög. Það er vitað, að lagasetning eins og þessi er nokkuð vandasöm og fyrst og fremst á færi þeirra manna, sem að þessum málum hafa starfað til lengdar og þekkja þau vel. Þetta frv. mun vera samið að mestu leyti af einum dómaranum í hæstarétti, en í nánu samstarfi við póst- og símamálastjórnina. og þá ekki sízt póst- og símamálastjórann.

Frv. hefir sérstaklega þrennskonar tilgang. Í fyrsta lagi þann, að færa saman í einn lagabálk öll gildandi póstlagafyrirmæli, sem mun nú vera að finna í allt að 10 árgöngum af Stjórnartíðindunum. Í öðru lagi eru sett inn í þetta frv. reglugerðarákvæði og fyrirmæli stjórnarvalda, sem hefir verið starfað eftir um mismunandi mörg ár, en ekki hafa átt beinlínis stoð í l., vegna þess að póstlögin gefa póststjórninni allvíðtækt vald utan sjálfra póstlaganna. Í 3. lagi er bætt inn í frv. nýjum fyrirmælum, einkanlega eftir fyrirmyndum úr póstlögum Norðurlanda.

Því er ekki að leyna, að það eru þó nokkrar breyt. í þessu frv. frá ákvæðum gildandi póstlaga. Má í því sambandi t. d. benda á, að í 13. gr. frv. er svo fyrir mælt, að ráðh. sá, sem fer með póstmál, skuli ákveða gjaldskrá yfir burðargjöld, en þessi gjaldskrá er nú og hefir undanfarið staðið í póstlögunum. Þetta er gert til að gera ramma l. ekki of þröngan, því eðlilega getur þurft að breyta burðargjöldum, t. d. ef gengi peninga breytist. Þá eru t. d. ákvæði í 14. gr. um það, að embættissendingar póst- og símamanna skuli vera burðargjaldsfrjálsar. Þetta er allstór breyt., en þar sem báðar þessar starfsgreinar, póstur og sími, eru nú undir sömu stjórn, hefir þótt rétt að stíga þetta spor, enda kemur það vitanlega út á eitt, því að kostnaðurinn við slíkar sendingar stöðvast að lokum í ríkissjóði. Mér þykir rétt að geta þess, að á fund til samgmn. komu menn frá póstmannafélaginu í Reykjavík, einnig rituðu allmargir slíkir menn n. og bentu á, að þetta ákvæði væri tekjurýrnun fyrir póstmenn, sem stafar af því, að póstmenn hafa 4% sölulaun af frímerkjum, en þessar tekjur falla framvegis niður, ef frv. verður að 1., að því leyti sem til póstsendinga tekur. Samgmn. sá að vísu, að þetta er rétt, en leit á þetta sem hreint launaspursmál þessarar stéttar og virtist það mundi verða þægilegra í framkvæmd að haga þessu eins og frv. gerir ráð fyrir, jafnvel þótt þetta launaspursmál póstmannanna væri til fyrirstöðu frá þeirra sjónarmiði.

Samgmn. hefir athugað þetta frv. nokkuð rækilega, en lætur það að mestu leyti vera eins og hún tók við því. Hún hefir að mestu leyti orðið að treysta á þekking þeirra manna, er undirbjuggu frv.

Brtt. frá samgmn. eru á þskj. 427 og eru runnar frá uppástungum póst- og símamálastjóra, þó að n. hafi á einstöku stað vikið við orðalagi.

Ég þarf ekki að vera langorður um þessar brtt., þær eru aðeins 5 og að langmestu leyti orðabreytingar. A-liður 1. brtt. er aðeins umorðun, að upphafið á d-lið 9. gr. verði þannig: Útgerðarmenn, útgerðarfélög og skipstjórar skipa, sem starfrækja o. s. frv. B-liður sömu brtt. er við e-lið 9. gr. frv. og er aðeins umorðun. Samgmn. hefir í fyrstu orðað upphaf þessarar gr. svo: „Útgerðarmann, skipstjórar og afgreiðslumenn skipa þeirra, er sigla úr íslenzkri höfn eða milli íslenzkra hafna og ekki eru í reglubundnum flutningaferðum, skulu skýra pósthúsinu á höfnum þeim, er skip hefir viðkomu á, frá ferð þess.“ Samgmn. þótti eðlilegra að breytu þessu þannig, að „áætlunarferðum“ kæmi í stað „reglubundnum flutningaferðum“, en þau orð standa innan sviga. Ég býst við, að það megi fella þetta niður, þegar þetta frv. verður prentað í skjalaparti Alþt., en ef það þykir ekki rétt, má bera fram brtt. við 3. umr. — C-liður 1. brtt. er líka aðeins orðabreyt., í stað orðanna „til pósthússins“ í h-lið komi: á pósthúsinu.

2. brtt., við 10. gr., er aðeins um að fella niður orðin „sem afgr. eru úr íslenzkri flughöfn“. Þetta er gert með tilliti til þess, að spurning er, að nokkur íslenzk flughöfn sé til hér á landi, og þótti þess vegna vissara, til að forðast misskilning, að láta orðin falla niður, jafnvel þótt álitamál sé, hvort það svæði á sjó eða á landi, sem flugvélar setjast á, mætti ekki kalla flughöfn.

3. brtt., við 12. gr., er aðeins um að bæta inn í gr. því ákvæði, að hámark á flutningsgjöldum undir póstsendingar megi ekki vera hærra en 10 aurar fyrir hvert kg. nema sérstaklega sé um samið. Þetta ákvæði er einnig sett í frv. samkv. uppástungu póst- og símamálastjóra, með tilliti til þess, að ekki geti orðið óeðlilegur ágreiningur út af flutningsgjaldi á póstsendingum, og l0 aura fyrir hvert kg má telja fullkomlega sanngjarna borgun.

4. brtt., við 23. gr., er aðeins um það, að innheimta megi allar sektir og undandregið burðargjald með aðför, eins og venja er um opinber gjöld.

5. brtt. er um það, að aftan við 27. gr. komi ný gr., er verður 28. gr., svo hljóðandi: „Lög þessi öðlast þegar gildi.“

Ég held, að ég þurfi ekki að tefja fyrir hv. Ed. með því að flytja lengri ræðu um þetta. — Ég legg til, að frv. verði samþ. með þeim breyt., sem samgmn. leggur til á þskj. 427.