21.12.1939
Neðri deild: 89. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 321 í B-deild Alþingistíðinda. (846)

121. mál, póstlög

*Frsm. (Gísli Sveinsson) :

Samgmn. hefir athugað þennan lagabálk — frv. til póstlaga — sem borið var fram í Ed. N. leggur til, að frv. verði samþ. óbreytt, og kemur það til af því tvennu, að lagabálkur þessi er að mestu leyti samsafn ýmissa lagafyrirmæla, sem hentara þykir að hafa á einum stað, og öðrum fyrirmælum, sem réttara þykir, að komi til framkvæmda í lagaformi. Þótt n. hefði viljað gera ýmsar orðabreyt. á frv., taldi hún þær ekki svo veigamiklar, að hindra bæri skjótan framgang málsins þeirra vegna.

Ég tel ekki ástæðu til að fara fleiri orðum um frv., hvorki í heild eða einstakar gr. þess, en n. leggur sem sagt til, að það sé samþ. óbreytt.