08.12.1939
Neðri deild: 78. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 363 í B-deild Alþingistíðinda. (886)

101. mál, ríkisreikningurinn 1937

*Ísleifur Högnason:

Mér þykja enn sem komið er ekki fullnægjandi þær aths., sem hv. þm. A.-Húnv. hefir komið með. Hann hefir reyndar reynt að gera þessu nokkur skil, en þó kom það fram í ræðu hans, að enn hefir þetta ekki verið krufið nægilega til mergjar.

Ég hjó eftir, að hann sagði, að hjá einni stofnun hefði gjaldkerinn hætt störfum, en launum gjaldkerans hefði þá verið jafnað niður á allt starfsfólkið. Það væri gaman að vita, hvort starfið á þessari skrifstofu hafi aukizt svo, að nauðsynlegt hafi verið að bæta því upp með þessari upphæð.

Enn hjó ég eftir, að hann sagði, að við sumar ríkisstofnanir væri meira eða minna af fólki, sem ekkert hefði að gera og er því í rauninni á framfæri hjá þessum ríkisstofnunum. Hann bætti því við, að hann myndi upplýsa þetta betur, ef hann væri beðinn um það. Ég vildi nú óska eftir, að hann gefi nánari upplýsingar um þetta.

Hann sagði, að hjá fiskimálanefnd hefði hvert hneykslismálið rekið annað í starfrækslu þeirrar stofnunar. Ég tók ekki eftir, hvaða hneykslismál þetta voru, en hann hélt áfram og sagði, að í fiskimálunum hefði hver nefndin starfað ofan á annari, og væri það hinn mesti óleikur fyrir þennan atvinnuveg. Ég vildi nú fá betri greinargerð fyrir þessu.

Um ríkisreikninginn sjálfan er það að segja, að nú munu hafa verið gerðar aths. við hann með mesta móti, en þó hefir það komið fram hjá hv. 1. þm. Árn., að nóg myndi hægt að tína til, ef haldið væri áfram á þeirri braut að opinbera nöfn þeirra manna, sem þegið hafa bitlinga hjá ríkinu. Það er kannske réttara að telja upp nöfn ýmissa þessara manna, því ég veit ekki, hvort þessir reikningar eru í höndum þeirra manna, sem hér eru á pöllunum. Ég álít ekki úr vegi, að almenningur fái að heyra eitthvað úr þessum lista, og ég ætla því, með leyfi hæstv. forseta, að lesa upp nokkur nöfn. En menn verða að muna það, að hv. 1. þm. Árn. sagði, að þetta væri aðeins lítið brot af því, sem greitt hefði verið úr ríkissjóði til hinna og þessara.

Kostnaður við undirbúning laga og reglugerða, sem færður er með stjórnarráðskostnaði, sundurliðast þannig:

Til Gissurs Bergsteinssonar hrm.

kr. 2400.00

— Gústafs A. Jónassonar skrifst.stj.

— 1100.00

— Jörundar Brvnjólfssonar alþm.

— 800.00

— Sigurjón sÁ. Ólafssonar alþm.

— 750.00

— Jóns Guðmundssonar skrifst.stj.

— 600.00

— Gunnlaugs Briems fulltrúa

— 600.00

— Ísleifs Árnasonar prófessors

— 400.00

— Gísla Mlagnússonar, Eyhildarholti

— 300.00

— Jóns Hannessonar, Deildartungu

— 150.00

— Einars Árnasonar alþm.

— 360.00

— Björns Haraldssonar þingskrif.

— 200.00

Svo er fært á 19. gr.:

Til Bened. Blöndal vegna húsmæðral.

kr. 1029.50

— milliþn. um tekjur bæjar- og

sveitarfélaga

— 1170.00

— Jör. Brynjólfssonar alþm., fyrir

undirbúning laga

— 1200.00

— Runólfs Sveinssonar, vegna

bændaskólalaga

— 202.00

— Útgerðarvörunefndar

— 2945.15

— Árna Björnssonar, vegna líf-

tryggingarlaga

— 1000.00

— Einvarðs Hallvarðssonar fyrir

undirbúning laga

— 400.00

— kennaramenntunarnefndar

— 1100.00

— Kristjáns Karlssonar, vegna

bændaskólalaga

— 380.00

— Jóns Gunnarssonar, fyrir till. um

byggingar i sveitum

— 600.00

— Bjarna Ásgeirssonar alþm., vegna

reglugerðar

— 350.00

— Þórðar Eyjólfssonar, endurskoð-

un alþýðutrygginga

— 1000.00

— Ingimars Jónssonar, fyrir reglu-

gerð

— 800.00

— Þormóðar Eyjólfssonar, ferða-

kostnaður við nefndarstörf

— 450.00

— Jónatans Hallvarðssonar, fyrir

lagafrv.

— 300.00

— Landssambands iðnaðarm. fyrir

reglugerð .

— 300.00

— Guðjóns Benediktss. f. reglugerð

— 300.00

— Guðgeirs Jónssonar f. reglugerð

— 300.00

— Emils Jónssonar alþm. f. reglug.

— 300.00

— Einars Gíslasonar fyrir reglugerð

— 300.00

— Þórðar Eyjólfssonar, fyrir frv.

til hegningarlaga

— 900.00

— Jóns Axels Péturss., f. reglugerð

— 300.00

— Vinnulöggjafarnefndar

— 4000.00

— Lögfræðinganefndar

— 2060.00

Þetta er samtals rúmar 29 þús. kr. Ég held að það sé rétt athugað hjá endurskoðanda, að starfsmenn stjórnarráðsins eða jafnvel þingfl. ættu að taka að sér að semja þessi lög. Mér finnst, að það ætti ekki að greiða sérstaklega úr ríkissjóði fyrir slíkt.

Í 8. aths. eru taldar 2500.00 kr. til Ólafs Friðríkssonar fyrir umsamið verk og 6000.00 kr. til Sigfúsar Johnsen fyrir að gera ekki neitt.

Svona mætti lengi telja. Ferðakostnaður hefir verið greiddur á árinu til margra manna, og vil ég aðeins nefna hæstu upphæðirnar:

Til Agnars Kofoed-Hansen

kr. 2000.00

— Kristjáns Bergssonar

— 1500.00

—-Sigurðar Guðmundssonar

— 1200.00

— Jóns Ófeigssonar

— 3830.00

- Árna Friðrikssonar

— 3145.00

— Sveinbjörns Högnasonar

— 2500.00

— Sigurðar Sigurðssonar

— 1960.110

— Magnúsar Sigurðssonar

vegna

lántöku 1935

— 7900.011

þetta sé aðeins brot af því, sem greitt er í ferðakostnað og bitlinga, þá virðist vera sérstök ástæða til að athuga, hvernig þessum málum er skipað í landinu.

Það getur vel verið rétt hjá hv. 1. þm. Árn., að það gæti hlutdrægni í þessum aths., en ég vildi þá óska þess, að það væri jafnað t. d. með því, að það væri dregið í dagsljósið, hvaða bitlinga sjálfstæðismenn hefðu þegið. Það má gjarnan koma fyrir augu landsmanna, hvernig ríkisstj. fer með almannafé.

Hvernig er nú hægt að laga þetta? Sumu af þessu hefir verið vísað til aðgerða Alþ., og tvær þáltill. hafa komið fram um að leiðrétta sumt af þessu. En ég er ekki í vafa um, að sú ríkisstj., sem nú fer með völd, muni framvegis reyna að hindra, að það komi fyrir augu og eyru almennings, hvernig farið hefir verið með fé almennings. Ég álít þess vegna, að þau öfl í landinu, sem ekki vilja hilma yfir þessa fjármálaspillingu, verði að gera það, sem þau geta, til þess að alþjóð fái að heyra þetta. Ég hefi ekki rétt til að krefjast útvarpsumr. um þetta, en ég vildi óska þess, að þeir menn, sem vilja, að þjóðin fái að vita, hvernig þessu er í raun og veru varið, óski eftir útvarpsumr. um þessa reikninga. Ég álít, að það geti ekki verið annað aðhald fyrir ríkisstj. um það, hvernig hún fer með almannafé, en það, að þjóðin geti fylgzt með, hvernig fé hennar er varið, og af því dregið ályktanir um það, hvort sú ríkisstj. eigi að fara með völd, sem fer með almannafé eins og raun hefir á orðið.

Ég skal svo ekki orðlengja um þetta, en vil aðeins að síðustu ítreka þá ósk mína, að nánar verði skýrt frá, hvað margt fólk og hjá hvaða stofnunum það sé, sem hefir ekkert að gera, en fær samt full laun hjá stofnununum.