16.12.1939
Efri deild: 86. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 380 í B-deild Alþingistíðinda. (902)

101. mál, ríkisreikningurinn 1937

*Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Fjhn. athugaði frv. og bar saman við ríkisreikninginn 1937, og eins og nál. 453 ber með sér, hefir n. lagt til, að frv. verði samþ. óbreytt. Nefndin hefir ekki gert neinar aths. við það, sem yfirskoðunarmenn landsreikningsins hafa haft fram að færa eða við tillögur þeirra, heldur hafa nefndarmenn gert sínar athuganir á þessu hver í sínu lagi. Fjhn. þessarar deildar hefir ekki séð ástæðu til að rifja upp deilur þær, sem orðið hafa í Nd. um þetta mál; það liggur í hlutarins eðli eins og afgreiðsla n. er á málinu, og n. telur því ekki ástæðu til, að deildin geri sérstakar ráðstafanir út af ríkisreikningnum.