27.12.1939
Neðri deild: 94. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 384 í B-deild Alþingistíðinda. (930)

120. mál, stríðstryggingafélag skipshafna

*Gísli Sveinsson:

Ég vil geta þess í sambandi við ummæli þess hv. þm., er síðast talaði, að fundur sá, sem rætt er um, var löglega settur og lögmætur. Og þegar svo er, þá er það hrein undantekning, ef nokkur þm. neitar afbrigðum.

64. gr. þingskapa mælir svo fyrir, að breyta megi út af þingsköpum, ef ráðh. leyfir. Það er alkunnugt, að oft er brugðið út af þingsköpum, þótt ráðh. sé ekki viðstaddur, og veita þingdm. afbrigði, þótt bókstafur þingskapa sé ekki haldinn.