28.11.1939
Efri deild: 71. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 391 í B-deild Alþingistíðinda. (950)

97. mál, hitaveita Reykjavíkur

*Fjmrh. (Jakob Möller) :

Ég vil mælast til þess við flm. till., hv. i. þm. Eyf., að hann taki till. aftur til 3. umr. Mér er kunnugt um, að kostnaðaráætlun hitaveitunnar var endurskoðuð, og niðurstaðan varð sú, að áætlunin til efniskaupa var hækkuð um 1,3 millj. og stofnkostnaðurinn var áætlaður um 10 millj. Ég mun við 3. umr. þessa máls geta lagt fram ýtarlega greinargerð um þetta, en nú þegar skal ég geta þess, að það mun geta valdið örðugleikum, ef sett eru inn í lögin ákvæði um takmörkun ábyrgðarheimildarinnar. Ófriðurinn hefir valdið því, að ástæða er til að ætla, að slíkt ákvæði myndi torvelda lántökuna.