30.11.1939
Efri deild: 73. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 393 í B-deild Alþingistíðinda. (954)

97. mál, hitaveita Reykjavíkur

Bernharð Stefánsson:

Þessi skýrsla hæstv. ráðh. gefur það ótvírætt til kynna, að bæjarfélagið verður að leggja fram, ekki einasta 10% af stofnkostnaði hitaveitunnar, heldur meira. Hinsvegar telur hann óheppilegt, að það ákvæði sé í lögunum, að ábyrgðin takmarkist við 90%, og þar sem ég tel, eftir að hafa heyrt ræðu hæstv. ráðh. og skýrslu, að það sé öruggt, að tilgangi tillögu minnar sé náð, án þess að hún sé sett inn í lögin, og í trausti þeirra ummæla hæstv. ráðh., sem hann viðhafði síðast, um að snúa sér til Alþingis, ef eitthvað ber út af, þá sé ég ekki ástæðu til að vera að halda þessari tillögu minni til streitu og tek hana hér með aftur. (PZ: Ég tek hana upp).