04.12.1939
Neðri deild: 74. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 393 í B-deild Alþingistíðinda. (958)

97. mál, hitaveita Reykjavíkur

*Félmrh. (Stefán Jóh. Stefánsson):

Eins og hv. d. er kunnugt, þá er þetta frv., sem hér liggur fyrir, næstum shlj. bráðabirgðal., sem gefin voru út af ríkisstj. til þess að auðvelda það, að hægt væri að leggja hitaveitu í Reykjavík.

Í bráðabirgðal. er greinargerð fyrir því, hvers vegna var hafizt handa um útgáfu l. í þessu skyni, en það stóð í sambandi við samninga, sem gerðir voru milli Rvíkurbæjar og að nokkru leyti ríkisstj. annarsvegar og verkfræðingafirma í Danmörku hinsvegar, um framkvæmd hitaveitu í Reykjavík.

Ég sé ekki ástæðu til að skýra frv. eins og það liggur nú fyrir, en það hafa verið gerðar á því ofurlitlar breyt. í Ed. samkv. till. ríkisstj. í samræmi við áætlanir, sem gerðar hafa verið upp á síðkastið, eftir að stríðið skall á, um hækkað verð, og einnig nokkrar breyt., sem gerðar hafa verið í samráði við verktaka og lánveitanda fyrirtækisins í Danmörku.

Ég vænti þess, að málinu verði vel tekið og því verði að lokinni umr. vísað til 2. umr. og hv. fjhn.