27.12.1939
Neðri deild: 94. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 400 í B-deild Alþingistíðinda. (975)

97. mál, hitaveita Reykjavíkur

*Skúli Guðmundsson:

Ég get náttúrlega skilið, að hæstv. ráðh., sem talað hafa, vilji að sem fæstu sé breytt í bráðabirgðalögunum. En það hafa nú samt orðið ýmsar breyt. á þeim, náttúrlega sú veigamesta um það, að ábyrgðarheimildin er hækkuð um 2 millj. króna, en auk þess hafa nokkrar breyt. verið gerðar á frv. í Ed., og ég get því ekki séð, að það sé nein ástæða fyrir hv. þm. að hlífast við að gera smávægilegar breyt. á frv. Og þó ég geri ekki ráð fyrir, að þeir hv. þm., sem styðja stj., vilji leggja stein í götu þessa máls, þá vil ég benda á, að Alþ. er ekki bundið við samninga, sem ríkisstj. hefir gert, í hverju smáatriði.