27.12.1939
Neðri deild: 94. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 400 í B-deild Alþingistíðinda. (976)

97. mál, hitaveita Reykjavíkur

*Félmrh. (Stefán Jóh. Stefánsson):

Ég vil aðeins taka það fram út af ummælum hv. þm. V.-Húnv. um, að á þessu frv. hafi verið gerðar nokkrar breyt. í Ed., að þær breyt., sem þar voru gerðar á frv., voru allar gerðar í samráði við verktaka og lánveitendur. Þessar brtt. eru þess vegna allt annars eðlis en brtt. hv. þm. V.-Húnv. Ég vil svo aðeins segja það. að þar sem ég þykist viss um, eins og hv. þm. V.-Húnv. sagði, að þeir þm., sem styðja stj., vilji ekki leggja stein í götu málsins, þá muni þeir geta fallizt á að tefla málinu ekki í neina tvísýnu með samþykkt þessarar till.