22.02.1939
Sameinað þing: 3. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 405 í B-deild Alþingistíðinda. (988)

1. mál, fjárlög 1940

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson) :

Eins og fyrr verða þær upplýsingar, sem hér eru gefnar um afkomu ársins 1938, með þeim fyrirvara, að endanleg niðurstaða getur orðið lítið eitt öðruvísi, en samkvæmt reynslu undanfarinna ára ætti sá mismunur ekki að nema neinu, sem máli skiptir.

Mun ég þá byrja á upplýsingum um rekstur ríkissjóðs á árinu 1938.

Tekjuafgangur skv. rekstraryfirliti hefir orðið 1,72 millj. kr., en var á sínum tíma áætlaður í fjárlögum fyrir árið 1938 1.142 millj. kr. Er tekjuafgangurinn því um 590 þús. kr. hærri en gert var ráð fyrir. Stafar þetta af því, eins og nánar mun skýrt frá síðar, að tekjurnar hafa farið meira fram úr áætlun en gjöldin. Er þetta hagstæðasta rekstrarniðurstaða hjá ríkissjóði, sem náðst hefir nú um langt skeið, og verður að fara aftur til ársins 1928 til þess að fá sambærilega niðurstöðu.

Eins og yfirlitið um eignahreyfingar, sem ég las áðan, ber með sér, hefir heildarniðurstaðan orðið sú, að greiðslujöfnuður hefir orðið hagstæður um nálega 380 þús. kr., en var áætlaður í fjárlögunum óhagstæður um 110 þús. kr. En þegar talað er um greiðslujöfnuð, ber þess vel að gæta, að þá eru reiknaðar með til útgjalda afborganir af lánum ríkissjóðs, en þær námu á síðastl. ári um 1.4 millj. kr.

Verður nánar vikið að áhrifum ársviðskiptanna á efnahag ríkissjóðs í sambandi við yfirlit um skuldirnar.

Tekjur hafa farið fram úr áætlun um 1.84 millj. kr., eða á milli 10–11%. Eru það ekki mjög miklar umframtekjur, miðað við það, sem oft hefir áður verið, og í raun og veru lágmark þess, sem menn fyrirfram töldu nauðsynlegt til þess að standast umframgreiðslur, með tilliti til þess, sem þær hafa orðið undanfarið.

Tollar og skattar hafa reynzt 1 millj. kr. meiri en áætlað var, eða um 7%. Ágóði af einkasölum og aðrar tekjur hafa orðið um 800 þús. kr. hærri en ráðgert var í fjárlögum. Er ágóði af áfengisverzluninni jafnhár og árið áður, en tekjur tóbakseinkasölunnar 80–90 þús. kr. meiri en 1937.

Útgjöld á rekstrarreikningi voru áætluð kr. 16.322 millj., en hafa reynzt kr. 17.586 millj. Hafa útgjöldin því farið um 1.264 millj. kr. fram úr áætlun, eða orðið um 7.7% hærri en fjárlög ráðgerðu. Eru þetta minni umframgreiðslur en þekkzt hafa undanfarið. Ég hefi ekki athugað þetta lengra aftur en til ársins 1920, en á því tímabili hafa umframgreiðslur aldrei orðið lægri en nú, hvorki hlutfallslega miðað við áætlun né heildarupphæðin sjálf, sem greidd er umfram fjárlög. Næstlægsta hlutfallstalan, sem ég hefi fundið síðan 1920, er 10.5% árið 1936.

Ég mun þá víkja að umframgreiðslum á einstökum liðum fjárlaganna.

Vextir hafa farið 77 þús. kr. fram úr áætlun, en hinsvegar orðið öllu lægri en árið áður. Má segja, að þessi umframgreiðsla stafi af ógætilegri áætlun vaxtaútgjaldanna.

Kostnaður við rekstur stjórnarráðsins og þeirra skrifstofa, er standa í beinu sambandi við það, hefir farið 87 þús. kr. fram úr áætlun. Af þeirri upphæð stafa 13500 krónur af endurbótum og viðhaldi á stjórnarráðshúsinu, ráðherrabústað og konungshúsinu á Þingvöllum. En 64 þús. kr. eru greiddar umfram áætlun vegna rekstrar stjórnarráðsins, og hefir sá kostnaður lengi verið of lágt reiknaður í fjárlögum. Þessi kostnaður er um 23 þús. kr. meira en í fyrra. Stafar það meðal annars af auknum starfskröftum í utanríkismálaráðuneytinu og við gæzlu simamiðstöðvar í stjórnarráðinu. Þá hefir orðið að leigja sérstakt húsnæði fyrir utanríkismálaskrifstofuna. Einnig má nefna, að miklar birgðir af pappír hafa verið keyptar á árinu, eða fyrir um 6 þúsund krónur. Störfin í ráðuneytunum fara sífellt vaxandi, og er óhjákvæmilegt að útgjöldin aukist.

Kostnaður við dómgæzlu og lögreglustjórn hefir farið 132 þús. kr. fram úr áætlun. Hefir lengi gengið illa að fá áætlunarfjárhæð þessarar greinar til að standast í framkvæmd. — Kostnaður við landhelgisgæzlu hefir reynzt 35 þús. kr. meiri en reiknað var með. Rekstrarkostnaður nýja varðbátsins, Óðins, hefir reynzt meiri en smærri bátanna, sem áður voru.

Eignahreyfingar 1938.

Inn

Fjárlög

Reikningur

Tekjur samkv. rekstrarreikningi

17464280

19307623

I.

Fyrningar

326833

351500

II.

Útdregin bankavaxtabréf

50000

113800

HI.

Endurgr. fyrirframgreiðslur

10000

17000

IV.

Endurgreidd lán og andvirði seldra eigna

50000

124100

Greiðslujöfnuður samkv. fjárl

113028

Samtals kr.

18014141

19914023

Út

Fjárlög

Reikningur

Gjöld samkv. rekstrarreikningi

16322141

17586953

I.

Afborganir lána:

1. Ríkissjóður:

a. Innlend lán

391150

390097

b. Dönsk lán

329622

329622

c. Ensk lán

476228

476253

2. Landssíminn

210000

210000

1405972

II.

Eignaaukning ríkisstofnana:

1. Landssíminn

167000

170000

2. Ríkisprentsmiðjan

15000

15000

3. Landssmiðjan

18000

8000

4. Kristneshæli

10000

10000

5. Ríkisútvarpi𠅅……150000

:- Viðtækjaverzl. …………60000

90000

6. Grænmetisverzlun

63000

7. Tóbakseinkasala

40000

8. Bifreiðaeinkasala

19000

9. Raftækjaeinkasala

44000

459000

III.

Vitabyggingar

65000

60000

IV.

Lögb. fyrirframgreiðslur

10000

16000

Samtals kr.

18014141

19527925

Greiðslujöfnuður samkv. reikningi

386098

Samtals kr.

18014141

19914023

Skrifstofukostnaður sýslumanna og bæjarfógeta hefir orðið 35 þús. kr. meiri en áætlað var. Ennfremur hafa hreppstjóralaun orðið 22500 kr. hærri en fjárlög ráðgerðu, og stafar það af lagabreytingu, sem gerð var eftir að fjárlög voru fullsamin. Kostnaður við tollgæzlu hefir orðið 33 þús. kr. meiri en áætlað var í fjárlögum, og stafar það af auknu tolleftirliti. Er ekki unnt að komast hjá slíku, og meira að segja unnið að því að auka tollgæzluna enn á þessu ári.

Sameiginlegur embættiskostnaður á 11. gr. B hefir farið 92 þús. kr. fram úr áætlun. Fasteignamatskostnaðurinn er þar stærsti liðurinn, 59 þús. kr. Stafar það af því, að meira var unnið að nýja fasteignamatinu árið 1938 en búizt var við.

Kostnaður við vegamál á 13. gr. hefir farið 150 þús. kr. fram úr áætlun. Þar af eru 120 þús. kr. til „benzínvega“, og er raunverulega ekki hægt að kalla það umframgreiðslu, því að sú greiðsla miðast við benzínskattstekjurnar á hverjum tíma, sem eiga að ganga til þessara sérstöku vegabóta. Þá hefir lögboðið tillag til sýsluvegasjóða orðið 28 þús. kr. meira en áætlað var. Er sú upphæð algerlega áætluð í fjárlögunum. Tillag til nýrra þjóðvega var 22 þús. kr. meira en fjárlög ráðgerðu, og tillag til brúargerða 18 þús. kr. umfram áætlun.

Kostnaður við kennslumál í 14. gr. hefir farið 120 þús. kr. fram úr áætlun. Eru margir smáir liðir, sem mynda þá upphæð, en helzta má telja umframgreiðslu á tillagi til gagnfræða- og héraðsskóla, samkvæmt lögum, 44 þús. kr. En sú fjárhæð er ávallt miklum breytingum háð, þar sem greiðslurnar miðast við nemendafjölda frá ári til árs. Er því framkvæmdavaldinu ekki unnt að hafa nein áhrif á þessa greiðslu. Kennaralaun hafa farið 25 þús. kr. fram úr áætlun. Aðrir liðir, sem til greina koma, eru svo smáir, að ekki er ástæða til að minnast á þá sérstaklega.

Umframgreiðslur á 19. gr., óviss útgjöld, námu 132 þús.

Útgjöld á þeim greinum fjárlaganna, sem hér hafa ekki verið nefndar, hafa ýmist ekki farið fram úr áætlun eða orðið lægri en ráð var fyrir gert, og sé ég ekki ástæðu til að geta um þær í þessu sambandi.

Greiðslur samkv. þingsályktunum námu samtals 133 þús. kr. Þar af nam tillag til sundhallarinnar í Reykjavík 80 þús. kr. Er þá ógreidd á þessu ári álíka fjárhæð í sama skyni, til þess að staðið sé við greiðslur samkv. þál. frá 1933, en fyrir þessu hefir ekki verið gert ráð í fjárl. fyrir 1938.

Kostnaður við hafrannsóknir í Faxaflóa nam

Breytingar á skuldum á árinu 1938.

Afborganir af föstum lánum ríkissjóðs og landssímans

1405972

1396868

Lækkun á lausaskuldum

2802840

Afborganir greiddar af öðrum en ríkissjóði

395825

Samtals kr.

3198665

Innlend lán tekin á árinu

736200

Ensk lán, tekin vegna ríkisstofnana

1350818

Víxilskuld í Útvegsb. vegna h/f Oturs

100000

Hluti af víxilláni hjá Hambro

821817

3008835

Mismunur kr.

189830

Samanburður á skuldum pr. 31. des. 1937 og 1938.

1937

1938

Innlend lán

3476573

3822676

Dönsk lán vegna ríkissjóðs

1073528

743905

Dönsk lán vegna veðdeildar

5541620

5373121

Ensk lán

31756362

32403601

Lausaskuldir

3297885

2822834

Skuldir landssímans

1492947

1282948

Samtals kr.

46638915

46449085

Mismunur kr.

189830

25 þús. kr. Þingið ákvað, að þessar rannsóknir skyldu fram fara í sambandi við tilraunir til að friða Faxaflóa, en ætlaði hinsvegar enga fjárhæð í þessu skyni. Er nú gert ráð fyrir fé í þessum tilgangi í fjárlfrv. fyrir árið 1940.

Mþn. í skatta- og tollamálum og mþn. í bankamálum hafa kostað 26 þús. kr. samtals. Greiðslur samkv. sérstökum lögum námu 232 þús. kr. Eru þessar greiðslur ýmist samkv. lögum, er sett voru eftir að fjárl. voru fullgerð, eða — og þó að mjög litlu leyti — samkv. eldri lögum, er láðst hefir að taka tillit til við samningu fjárl. Stærsta fjárhæðin í þessum flokki er greiðsla upp í vexti af fasteignaveðslánum bænda, 75 þús. kr. Stafar greiðslan af því, að þegar Alþ. felldi niður heimildina til vaxtagreiðslunnar, var áætlunarfjárhæðin í þessu skyni einnig felld niður, en ekki athugað, að töluvert var ógreitt af vaxtastyrk, er gjaldfallinn var fyrir 1. janúar 1938. Þá er 15 þús. kr. greiðsla samkv. framfærslulögunum. Stendur þannig á því, að með stofnun jöfnunarsjóðs bæjar- og sveitarfélaga var felld niður fjárveiting vegna fátækralaganna, en láðst hafði að athuga, að eftir sem áður bar ríkissjóði skylda til þess að greiða framfærslustyrki, veitta íslenzkum ríkisborgurum erlendis, kostnað við heimflutning þeirra og endurgreiða sveitarfélögum framfærslustyrk, sem veittur er þeim, sem ekki eiga framfærslurétt hér á landi. Þá er rétt að telja 35 þús. kr., sem er kostnaður við gjaldeyris- og innflutningsnefnd umfram þær tekjur, sem nefndin hefir af gjaldi fyrir gjaldeyris- og innflutningsleyfi. Halli á bifreiðaeftirliti hefir orðið 17900 kr. og kostnaður vegna l. um meðferð einkamála í héraði 16786 kr. Er sá kostnaður vegna þess ákvæðis l., að sýslumönnum og bæjarfógetum skuli lögð til skrifstofuhúsgögn. Hefir þó áreiðanlega verið farið eins sparlega í þeim efnum og unnt hefir verið. — Aðrar greiðslur samkv. sérstökum l. eru ekki svo háar, að ástæða sé til að nefna þær sérstaklega hér.

Greiðslur samkv. væntanlegum fjáraukal. nema 89271 kr. Af þeirri fjárhæð hefir 52 þús. kr. verið varið til hjálpar sjómönnum á Austurlandi, vegna hinnar hörmulegu vertíðar, sem þar var á síðasta vetri. Hefði þessi hjálp ekki verið veitt, var ekki annað fyrirsjáanlegt en að allur fjöldi sjómanna, sem stóðu uppi allslausir, hefði orðið að leita sveitarhjálpar með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir sveitar- og bæjarfélögin og þeirra eigin framtíð. — Þá er kostnaður við komu krónprinshjónanna, 23900 kr. — Aðrar fjárhæðir sé ég ekki ástæðu til þess að nefna að sinni.

Séu umframgreiðslurnar árið 1938 athugaðar gaumgæfilega, kemur í ljós, að flestar eru þær vegna sérstakra samþykkta Alþ., er eigi hefir verið gert ráð fyrir í fjárl., og margar hverjar hafa verið samþ. eftir að fjárl. voru samin, eða samkv. l., er hafa haft meiri kostnað í för með sér en fyrirsjáanlegt var, er fjárl. voru samþ. Mjög mikill minni hl. umframgreiðslnanna stafar hinsvegar af því, að rekstur stofnana hafi orðið dýrari en til var ætlazt, eða ráðizt hafi verið í frekari framkvæmdir en fjárl. ráðgerðu.

Því er ómögulegt að neita, að mikið hefir áunnizt hin síðari ár í þá átt að minnka mismuninn á fjárl. og landsreikningi og miða framkvæmdir allar og rekstur við það, sem Alþ. hefir ætlazt til. Er nú þessi mismunur orðinn líkari því, sem gerist með öðrum þjóðum, en áður var.

Alþ. ber að sjálfsögðu að gera strangar kröfur til ríkisstj. og allra embættismanna um að halda vel á fé, en þingið má heldur eigi fara inn á þá braut að nýju, að áætla útgjöldin vísvitandi of lág og ganga þannig út frá því sem sjálfsögðu, að farið sé fram úr áætlun fjárl. Með því móti

Yfirlit um rekstrarafkomu

G j ö 1 d :

Fjárlög Reikningur

7. gr.

Vextir

1680000

1157757

8. —

Borðfé Hans Hátignar

60000

60000

9. —

Alþingiskostnaður

245920

261489

10. — I.

Ráðuneytið og ríkisféhirðir

280746

371318

10.— II.

Hagstofan

65300

65250

10. — III

Utanríkismál

146000

147919

11. — A.

Dómgæzla og lögreglustjórn

1461760

1634487

11. — B.

Sameiginlegur embættiskostnaður

317000

409239

12. —

Heilbrigðismál

669481

701136

13. — A.

Vegamál

1696902

1849000

13. — B.

Samgöngur á sjó

654000

654000

13. — C.

Vitamál og hafnargerðir

680450

661160

13. — D.

Flugmál

5000

14724

14. — A.

Kirkjumál

410120

415731

14. — B.

Rennslumál

1829829

1977595

15. —

Til vísinda, bókmennta og lista

235360

240355

16. —

Til verklegra fyrirtækja

3828400

3757795

17. —

Til almennrar styrktarstarfsemi

1592500

1586157

18. —

Eftirlaun og styrktarfé

363373

363320

19. —

Óviss útgjöld

100000

232127

16322141

17130556

Heimildarlög

1250

Þingsályktanir

133335

Væntanleg fjáraukalög

89271

Sérstök lög

232541

17586953

Tekjuafgangur

1142139

1720670

Samtals kr.

17464280

19307623

gerir Alþ. ríkisstj. og embættismönnum ókleift að fylgja fjárl. Um skeið mátti það heita regla við afgreiðslu fjárl., að gert væri ráð fyrir umframgreiðslum. Gagnkvæmt vantraust Alþ. og embættismanna fór vaxandi. Alþ. veigraði sér við að áætla til útgjaldanna nægilegt fé, af því að það hugði embættismennina mundu nota fé umfram fjárl. undir öllum kringumstæðum. Embættismennirnir gerðu hinsvegar áætlanir sínar til þingsins mjög háar og með það fyrir augum, að eitthvað væri klipið af þeim af handahófi. Þetta gekk unz svo var komið, að Alþ. hafði að verulegu leyti afsalað sér fjárveitingavaldinu. Menn töldu sig ekki meira en svo bundna við fjárl., og forstöðumenn starfsgreina, sem margir voru áhugasamir um framkvæmdir í sinni grein, hugsuðu oft meira um það, að draga sem mest fé úr ríkissjóði til eflingar sinni stofnun, en hitt, að fjárl. gætu staðizt í framkvæmd. Vinnubrögð Alþ. hafa batnað mjög í þessu efni, og ég fullyrði, að viðhorf forstöðumannanna hefir breytzt stórkostlega um leið, þótt enn sé víða pottur brotinn.

Sá skilningur þarf að komast inn hjá mönnum, að það út af fyrir sig er ekki einhlítt, þótt fjármálaráðuneytið hafi áhuga fyrir því, að fjárl. séu haldin í öllum atriðum, heldur þarf svo að vera, að hver embættis- og starfsmaður leggi metnað sinn í það, að láta það fé, sem honum er ætlað til framkvæmda í fjárl., hrökkva. Hvernig halda menn að færi um opinberan rekstur stórþjóðanna, ef hver embættismaður liti

ríkissjóðs 1938.

Tekjur:

Fjárlög

Reikningur

2. gr. 1.

Fasteignaskattur

445000

478948,

2.–3.

Tekju-, eignar- og hátekjuskattur

1942000

2190047

4.

Lestagjald af skipum

55000

66848

5.

Aukatekjur

665000

659815

6.

Erfðafjárskattur

56000

50511

7.

Vitagjald

490000

470254

8.

Leyfisbréfagjald

28000

23237

9.

Stimpilgjald

585000

588108

10.

Stimpilgjald af ávísunum

75000

79770

11.–12.

Bifreiða og bensinskaftur

715000

851472

13.

Útflutningsgjald

30000

177667

14.

Áfengistollur

1110000

1186030

15.

Tóbakstollur

1500000

1754548

16.

Kaffi- og sykurtollur

1245000

1210780

17.

Annað aðflutningsgjald

72000

71577

18.

Vörutollur

1555000

1565888

19.

Verðtollur

1220000

1267242

20.

Gjald af innfluttum vörum

1530000

1980552

21.

Gjald af innlendum tollvörum

500000

592473

22.

Skemmtanaskattur

135000

184435

23.

Veitingaskattur

100000

90133

14035000

15540335

- Endurgr. tekjur, hækkun, eftirst. og innh.laun

505222

15035113

3. gr. A.

Ríkisstofnanir:

1.

Póstmál

1000

50000

2.

Landssíminn

557000

560000

3.

Áfengisverzlun

1360000

1900000

4.

Tóbaksverzlun

600000

770000

5.

Ríkisútvarp

73800

32000

6.

Ríkisprentsmiðja

55000

55000

7.

Ríkisvélsmiðja

17100

8000

8.

Vífilsstaðabúið

5000

1000

9.

Kleppsbúið

5000

10.

Bifreiðaeinkasala

75000

68000

11.

Raftækjaeinkasala

75000

124000

Grænmetisverzlun

63000

Reykjabúið

5800

3. gr. B.

Tekjur af fasteignum

33680

30000

4. —

Vaxtatekjur

504700

529110

5. —

Óvissar tekjur

50000

76600

17464280

á það sem sitt höfuðhlutverk, að draga undir sína stofnun eins mikið fjármagn og unnt væri, án tillits til fjárveitinga, en ekki hitt, að leysa hlutverk sitt af hendi með þeim kostnaði, sem til þess væri ráðgerður?

Samhliða þessu þarf Alþ. að halda fast við þá stefnu, sem fylgt hefir verið um skeið, að vanda sem bezt frágang fjárl., horfast í augu við staðreyndirnar og áætla sem nákvæmast þau útgjöld, sem unnt er að sjá fyrir. Sé þessari reglu fylgt, mun afleiðingin verða meiri festa og hófsemi í öllum rekstri ríkissjóðs, samkv. þeirri reynslu, sem þegar er fengin, en ekki aukin eyðsla, eins og ýmsir hafa óttazt. Mér finnast framkvæmdir margra forstöðumanna ríkisstofnana bera þess vott, að þeir séu þess albúnir að leggja sig alla fram um að fylgja fyrirmælum Alþ. og halda fast við áætlanir fjárl.

Síðan 1918 hafa ráðuneytin verið þrjú. Málaflokkum hefir þó farið sífjölgandi síðan og störfin margfaldazt. Þetta verður til þess, að eftirlit ráðuneytanna með hinum einstöku starfsgreinum verður ófullnægjandi. Ég held því fram, að mjög vel athuguðu máli, að tími sé til þess kominn að endurskoða þessa starfstilhögun, og þá sérstaklega með það fyrir augum, að starfsmenn ráðuneytanna hafi aðstöðu til þess að hafa meira eftirlit með stofnunum og starfsgreinum en nú er. Það er alveg ófullnægjandi, að fjármálaráðuneytið eitt hafi slíkt eftirlit í gegnum endurskoðun, eins og verið hefir að þessu. Annarstaðar er víðast svo, að hvert ráðuneyti ber sem allra mest ábyrgð á þeim stofnunum, sem undir það heyra, og hefir fullkomna aðstöðu til að fylgjast vel með í hvívetna.

Ég vík þá að skuldum ríkissjóðs og lántökum og lánagreiðslum á árinu 1938. Síðasta Alþ. samþ. heimild handa ríkisstj. til þess að taka allt að 12 millj. kr. lán á næstu þremur árum, til þess að létta undir með gjaldeyrisverzluninni. Var ætlazt til, að 5 millj. kr. yrðu teknar að láni 1938, en afgangurinn á árunum 1939 og 1940. Ríkisstj. leitaðist fyrir um þessa lántöku. en niðurstaðan varð sú, að hætt var við að bjóða út fast lán erlendis, en í stað þess tekið 100 þúsund sterlingspunda bráðabirgðalán í Lundúnum, með 4% vöxtum, en um leið ákveðið að fylgjast með þeim möguleikum, sem síðar kynnu að opnast til þess að taka fast lán. Um þessar mundir var ákaflega erfitt um lántökur á enskum peningamarkaði. Í maí voru boðin þar út lán, án þess að tækist að selja nema örlítinn hluta af skuldabréfum þeim, er á boðstólum voru. Ástandið versnaði þó enn vegna Tékkóslóvakíudeilunnar. Hafði sá atburður þau áhrif, að ekki var til þess hugsandi að leita láns meðan á deilunni stóð. Eftir að henni lauk, leit skár út aðeins snöggvast, en syrti bráðlega að á ný, og nú fyrir áramótin komu þær fréttir, að mjög væri hert á takmörkunum lánveitinga til útlanda á Bretlandi sem stæði. Eins og sakir standa, er því ekki rétt að búast við framtíðarlántöku alveg á næstunni. — Í sambandi við athugun á lánsmöguleikum leitaði ríkisstj. fyrir sér í Svíþjóð, án þess að jákvæður árangur yrði, a. m. k. að svo stöddu. Hafði borgarstjórinn í Reykjavík verið þar áður og leitað fyrir sér um lán til hitaveitunnar, án þess að málalok hafi enn orðið. Mun lán til hitaveitunnar verða látið sitja fyrir á Norðurlöndum, þar sem umleitanir um það gengu á undan og ríkisábyrgð er nú fengin fyrir því láni. Ríkisstj. mun gera allt, sem í hennar valdi stendur, til þess að greiða fyrir hitaveituláninu, og er þeirrar skoðunar, að allt kapp beri að leggja á, að það fáist, ekki sízt eins og útlitið er nú í heiminum.

Af bráðabirgðaláni því, er ég gat um, að tekið hefði verið, hafa um 820 þús. kr. verið notaðar til þess að greiða afborganir af samningsbundnum lánum ríkissjóðs, en hinn hlutinn hefir verið seldur öðrum til lúkningar afborgunum af lánum og andvirðið lagt í sérstakan reikning í Landsbanka Íslands. Þó er nokkur hluti lánsins enn óeyddur, og mun nánar á það minnzt í yfirlitinu yfir lántökur, er ég mun gefa hér á eftir.

Á haustþinginu 1937 var samþ. heimild fyrir ríkisstj. til þess að taka 3 millj. kr. lán innanlands. Var ætlazt til þess, að lántakan færi fram í fleiru en einu lagi, og skyldi láninu varið til þess að greiða lausaskuldir ríkissjóðs, er myndazt höfðu vegna þess, að hann átti fullt í fangi með að lækka skuldir sínar árlega sem svaraði föstum afborgunum. Á síðasta ári hafa verið gefin út og seld ríkisskuldabréf samkv. þessari heimild fyrir 701 þús. kr. Lán þetta er til 22 ára, afborgunarlaust fyrstu tvö árin. Vextir eru 5½% og sölugengi 97. Raunverulegir vextir eru því tæp 6%.

Þá hafa verið taldar þær lántökur, sem mestu skipta og snerta ríkissjóðinn og hans afkomu. Þó eru enn ótaldar nokkrar smáupphæðir vegna eignakaupa eða ábyrgða, og verður á þær minnzt í skuldayfirlitinu. Tvö lán hafa verið tekin vegna stofnana, er sjálfar eiga að standa straum af sínum lánum, þótt þau að nafninu til séu ríkislán. Annað er lán til stækkunar síldarverksmiðju á Siglufirði, er byggð var 1935. Nam það lán 598 þús. kr. Það er til 20 ára og vextir 5%. Hitt lánið var tekið til stækkunar útvarpsstöðvarinnar, og nam það 753 þús. kr. Vextir eru 4.5% Lánstími 10 ár.

Kemur þá hér sjálft yfirlitið um skuldabreytingar á árinu 1938. Samkv. þessu yfirliti hafa skuldir ríkisins í árslok 1938 numið 46.449 millj. kr., en í árslok 1937 námu þær 46.638 millj. kr. Er því skuldalækkunin samkv. þessu 189830 kr. Nú ber þess hinsvegar að gæta, að fullkomin eign hefir skapazt á móti láninu til síldarverksmiðjubyggingarinnar og stækkunar útvarpsstöðvarinnar, og raunverulega snerta þessi lán ríkissjóð ekki, eins og ég sagði áðan, vegna þess að hlutaðeigandi stofnanir standa sjálfar undir þeim. Þessi lán nema samtals 1.351 millj. kr. Þegar það er tekið til greina og jafnframt, að ríkislán þau, sem bankar standa undir, hafa lækkað á árinu um 395 þús. kr., verður það ljóst, að lán þau, sem ríkissjóður þarf að standa straum af, hafa á árinu 1938 lækkað um nálega 1 millj. og 150 þús. króna. Er það að vísu ekki alveg eins há fjárhæð og ætla mætti eftir tekjuafganginum, en það stafar af hinu, eins og eignayfirlitið rannar ber með sér, að nokkurt fé hefir verið fest í nýjum eignum, og ennfremur hefir verið lagt út fé vegna ábyrgða, sem ekki getur talizt vonlaust, að innheimtist síðar. Reikningslegur sjóður mun við endanlegt uppgjör einnig verða eitthvað hærri nú en um áramótin í fyrra.

Að lokum skal þess getið, af því að nokkuð hefir á síðastl. ári verið um það mál rætt sérstaklega, að skuld ríkissjóðs við Landsbankann var í árslok 1937 2.292 millj. (þar með talinn víxill endurkeyptur af Búnaðarbankanum), en í árslok 1938 1.038 millj. Hefir sú skuld því lækkað um 1.254 millj. á árinu 1938.

Raunverulega verður að telja þessa niðurstöðu á rekstri ríkissjóðs árið 1938 mjög sæmilega og vel viðunandi, þótt ég vilji taka það skýrt fram, að hún gefur alls ekkert tilefni til minni varkárni um afgreiðslu fjárlaga nú en áður. Á þessu ári mun gjaldeyris- og innflutningsnefnd, í samráði við fjármálaráðherra, takmarka nokkuð innflutning á tóbaki og áfengi til landsins, og hlýtur það að hafa í för með sér töluverða tekjurýrnun fyrir ríkissjóð. Sé ég ekki betur en að leggja verði til á Alþ., að ríkissjóði verði á einhvern hátt bættur tekjumissir þessi. Fer ég þó ekki út í þá sálma nánar að svo stöddu.

Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1940, sem hér er nú til 1. umr., er ekki í verulegum atriðum frábrugðið gildandi fjárlögum. Heildargreiðslur úr ríkissjóði eru ráðgerðar 18.1 millj., að meðtöldum afborgunum fastra lána, en eru á yfirstandandi ári ráðgerðar 18.4 millj. Gjöld á rekstrarreikningi eru áætluð nálega hin sömu 1940 og 1939. Lækkun heildargreiðslnanna stafar af því, að afborganir lána fara nú lækkandi, í fyrsta skipti um langt tímabil. Veldur því, að á þessu ári er gert ráð fyrir síðustu afborgunum af lánum í Danmörku, er nema 275 þús. kr. árlega. Þó skal tekið fram, að láðst hefir að gera ráð fyrir afborgun á láni, sem tekið verður á þessu ári til að byggja nýtt strandferðaskip, og þarf að laga það í meðferð frumvarpsins á Alþingi.

Í frv. þessu eru nokkrir útgjaldaliðir hækkaðir frá því, sem var, og eru þessir helztir: Laun hreppstjóra hækka samkv. lögum frá Alþingi um 23 þús. kr.; kostnaður við tollgæzlu utan Reykjavíkur um 62600 kr., sem stafar af fjölgun tollgæzlumanna; kostnaður við fasteignamat um 80 þús. kr.; laun presta hækka samkv. ákvörðun síðasta Alþingis um 25 þús. kr.; rekstrarstyrkur héraðs- og gagnfræðaskóla, samkv. undanfarinni reynslu, um 20 þús. kr.; fjárveiting til flugmála er hækkuð um 35 þús. kr. og til skógræktarmála um 15 þús. kr. Áætlaður halli á rekstri rannsóknarstofu háskólans, 25 þús. kr., hefir verið tekinn í frv., og að lokum 40 þús. kr. fjárveiting vegna starfsemi í sambandi við friðun Faxaflóa. — Hinsvegar hafa nokkrir liðir verið lækkaðir, einkum þeir, sem höfðu í för með sér eyðslu á erlendum gjaldeyri. Vil ég þar nefna framlag til brúargerða og nýrra símalagninga. Ennfremur hefir tillag til nýrra þjóðvega lækkað um 53 þús. kr. Aðrar breytingar frá því, sem er í fjárlögum þessa árs, eru ekki svo verulegar, að taki því að telja þær upp. Hinsvegar er sjálfsagt að fara í gegnum frv. hér á þingi með mestu nákvæmni og leitast við að spara í hvívetna, þar sem fært þykir. En ég vil leggja áherzlu á það, að heildarupphæð fjárlaganna tel ég ekki fært að hækka, svo að nokkru verulegu nemi.

Ég vil geta þess hér, að sú breyting hefir verið á gerð, að allir persónustyrkir til skálda, rithöfunda og listamanna og annara, sem líkt stendur á um, hafa verið felldir niður, en í þeirra stað veitt ein upphæð, sem ætlazt er til, að menntamálaráð úthluti. Er þetta ekki gert í því skyni, að hætt verði stuðningi við skáld. rithöfunda og listamenn, heldur til þess að losa Alþingi við það mikla ónæði og truflanir, sem allar þessar smáfjárveitingar til einstakra manna hafa í för með sér, og ekki síður allar þær umsóknir, sem ekki er sinnt. Vona ég, að allir þm. viðurkenni, að það er stórkostlegur ávinningur fyrir Alþ. að losna við þessar fjárveitingar og alls engar líkur til þess, að menntamálaráði takist verr að úthluta fé þessu en áður hefir tekizt á Alþingi. Þeir menn, sem styrk hafa fengið af 18. gr. fjárl. undanfarið og komnir eru yfir 60 ára aldur, njóta styrksins áfram samkv. frv., enda er til þess ætlazt upphaflega, að á þeirri grein séu eingöngu eftirlaun. Vænti ég, að allir þm. geti orðið sammála um þessa skipulagsbreytingu.

Tekjur ríkissjóðs eru í frv. þessu áætlaðar hinar sömu og 1939. Eigi að síður er rétt að taka það fram, að mþn., sem starfað hefir síðan síðasta Alþingi lauk að endurskoðun skatta- og tollalöggjafarinnar, hefir unnið mikið verk, og verður næstu daga borið hér fram frv., er hún hefir samið og hefir inni að halda ákvæði um öll aðflutningsgjöld til landsins. Samkv. beiðni minni lét nefndin það verða sitt fyrsta verk, að endurskoða öll lög, sem lúta að aðflutningsgjöldum, samræma tollana og gera lögin einfaldari í framkvæmd. Vænti ég fastlega, að hv. Alþingi taki frv. þessu þannig, að það verði að lögum nú á þessu þingi og geti öðlazt gildi 1. janúar 1940. Nefndin hefir miðað starf sitt við það, að ríkissjóður fái af aðflutningsgjöldum svipaðar tekjur og áður.

Þótt nefndin skili frv. þessu, er starfi hennar eigi lokið. Mun hún samkv. beiðni minni halda áfram starfi og athuga skattamál öll. Ég hefi farið fram á það við nefndina, að hún athugaði nú næst, hvort ekki sé unnt að tryggja enn betur en gert er með núgildandi löggjöf, að rétt sé talið fram til tekju- og eignarskatts, og athuga sérstaklega, hvernig unnt sé að ná skatti af því vaxtafé, sem almennt er talið, að eigi komi til skatts eins og nú standa sakir. Vona ég, að nefndin skili frv. til laga um þetta efni, áður en langt liður á þingtímann, og geti það orðið afgreitt á þessu þingi.

Áður en ég lýk máli mínu um afkomu ríkissjóðs, langar mig til þess að drepa á nokkur atriði, er sýna hag hans nú samanborið við það, sem var í árslok 1934. Í árslok 1934 voru ríkisskuldirnar taldar alls 41.937 millj. kr., en í árslok 1938 eru þær um 46.323 millj. kr. Á þessum árum hafa hinsvegar verið tekin 3 lán, sem ekki snerta beint afkomu ríkissjóðs, og nema þau nú um áramótin þessum upphæðum: Hluti Útvegsbanka Íslands af láni 1935 2.544 millj., lán vegna stækkunar síldarverksmiðju á Siglufirði 598 þús. og lán til stækkunar útvarpsstöðvarinnar 753 þús., eða alls 4.894 millj. Ef við drögum þessi lán frá skuldunum eins og þær eru í árslok 1938, verða skuldir þær, sem sambærilegar eru skuldaupphæðinni 1934, 41.449 millj. kr., og er það lægri upphæð en skuldirnar voru þá, og er þó ekki tekið til greina, að ríkissjóður hefir á þessum árum yfirtekið skuldir, sem eru rekstrinum óviðkomandi, t. d. Skeiðaáveituskuldina, jarðakaupaskuldir og afföll við það að breyta lausaskuldum í fast lán. Ef við lítum hinsvegar á eignir ríkissjóðs í árslok 1938 og 1934, þá sjáum við, að eignir í ríkisfyrirtækjum, svo sem varasjóðir og rekstrarfé, ennfremur jarðeignir og sjóðeignir, hafa aukizt á tímabilinu um a. m. k. hátt á aðra milljón. Er þó ekki talið nándar nærri allt það fé, sem varið hefir verið til margskonar endurbóta og viðauka á fasteignum ríkisins.

Á þessu tímabili hafa þó verið greiddar hærri fjárhæðir til stuðnings atvinnuvegunum en þekkzt hefir áður. Vil ég í því, sambandi aðeins benda á tvennt, sem ekki á sér nein fordæmi. Til mæðiveikivarna og styrkja vegna veikinnar hefir á þessum árum verið varið 1.2 millj. kr., að frádregnu því, sem aðrir hafa þar lagt fram en ríkissjóður. Til fiskimálasjóðs hafa verið greiddar 1.150 millj. kr. á sama tíma, sem varið hefir verið til margskonar nýjunga í sjávarútvegsmálum. Samtals hafa því 2.33 millj. kr. verið greiddar úr ríkissjóði aðeins vegna þessara tveggja mála, og verulegur hluti þessarar fjárhæðar hefir komið alveg óvænt til útgjalda og án þess að unnt hafi verið að ætla fyrir því í fjárlögum.

Þá kem ég að viðskiptum okkar við önnur lönd 1938. Um það verð ég fremur stuttorður. Ég hefi fyrir skömmu gefið yfirlit um það efni á vegum ríkisútvarpsins. Verð ég að gera ráð fyrir því, að hv. þm. hafi kynnt sér það yfirlit, og aðrir hlustendur sennilega líka.

Samkv. bráðabirgðayfirliti hagstofunnar varð verzlunarjöfnuðurinn hagstæður s. l. ár um 8.6 millj. kr. Innflutningurinn nam kr. 49.1 millj., en útflutningurinn kr. 57.7 millj. Var útflutningurinn heldur lægri en 1937, en innflutningurinn hinsvegar 2.5 millj. kr. lægri. Þetta er hagstæðasti verzlunarjöfnuður, sem náðst hefir um alllangt skeið, eða síðan 1928, að árinu 1932 undanskildu. Innflutningshöftunum var beitt svipað og árið áður, en þó heldur meir. Nokkrar umræður hafa orðið um það fyrr og síðar, opinberlega og manna á meðal, hvert gagn hafi orðið af innflutningshöftunum. Það er vitað, að á árinu 1932 varð innflutningurinn lægri en hann hefir orðið fyrr og síðar um langt skeið. Hefir oft verið til þess vísað af gagnrýnendum haftanna og því slegið fram, að þar sem innflutningur síðar hafi orðið hærri en 1932, sé það allgóð sönnun fyrir því, að ekki hafi orðið slíkt gagn að innflutningshöftunum og af er látið. Árið 1932 var verðlag lágt, innflutningshöftum nokkuð beitt og minna inn flutt en ella vegna þess, að menn voru þá enn að moða úr vörubirgðum frá 1930 og 1931. Það er þess vegna enginn vafi á því, að það er hin harðasta prófraun á gagnsemi haftanna að bera innflutninginn nú saman við það, sem hann var 1932, og þegar það bætist við, að innkaupsverð er nú mun hærra en þá og innflutningsþörf hefir stóraukizt vegna vaxandi mannfjölda. Nú ætla ég þess vegna að bera nokkuð saman innflutning 1932 og 1938, og þá fyrst þeirra vara, sem innflutningshöftin eiga að hafa mest áhrif á:

1932

1938

þús.

kr.

1.

Kartöflur, ávextir

1051

666

2.

Vefnaðarvörur og fatnaður

3340

3433

3.

Skófatnaður

883

654

4.

Verkfæri, búsáhöld. o. fl.

928

1202

5.

Hreinlætisvörur

457

267

6.

Hljóðfæri, leðurvörur

45

51

7.

Úr, klukkur o. fl.

62

66

6766

6339

Jafnframt mun ég gera samanburð á innflutningi þeirra vara, sem höftunum er ýmist ekki ætlað að hafa áhrif á eða a. m. k.

minni áhrif en hina flokkana:

1932

1938

þús.

kr.

1.

Byggingarefni

4498

6955

2.

Vörur til útgerðar

11507

13610

3.

— til landbúnaðar

573

872

4.

Efnivörur til iðnaðar

1340

1935

5.

Rafmagnsvörur

891

2166

6.

Skip og vélar

1515

3703

20324

29241

Af þessum samanburði verður ljóst, að innflutningur þeirra vara, sem höftin hafa helzt áhrif á, er minni síðastliðið ár en jafnvel árið 1932, en þá var þessi innflutningur af alveg sérstökum ástæðum óvenju lágur. — Hvaða líkur halda menn nú að væru til þess, að önnur eins niðurstaða fengist án innflutningstakmarkana? Ef við athugum svo hinsvegar samanburðinn í hinum flokknum, byggingarefni, framleiðsluvörum, skipum, vélum og vörum til framkvæmda, þá er hækkunina á innflutningnum þar að finna vegna aukinnar framleiðslu og nýsköpunar frá því, sem var 1932.

Það er heldur engin tilviljun, sem veldur því, að þrátt fyrir allt, sem á dagana hefir drifið síðustu árin, og lækkaðan útflutning, hefir verzlunarjöfnuður verið miklu hagstæðari en áður var.

Hitt er annað mál, að Framsfl. álítur ekki eftirsóknarvert eða æskilegt að hafa innflutningshöft til frambúðar, enda þótt honum sé ljós þörf þeirra eins og sakir standa. Framsfl. myndi fagna því mjög, ef ástandið í þessum málum breyttist svo til batnaðar, að unnt væri að búa við meira frjálsræði í viðskiptum en verið hefir nú um skeið.

Eins og áður var getið, var verzlunarjöfnuður ársins 1938 hagstæður um 8,6 milljónir. Innflutningur lánsfjár að frádregnu andvirði Esju, sem ekki var heimflutt, hefir orðið um 3 milljónir. Hafa því verið um 11,6 millj. til greiðslu afborgana og vaxta af lánum erlendis og til þess að mæta halla á duldum greiðslum. Var talið í fyrra, að nú orðið þyrfti um 10–12 millj. til þess að mæta þessum greiðslum öllum. Eftir þeim einkennum að dæma, sem um það eru til glöggust, virðist niðurstaða ársins hafa orðið sú, að nokkuð hafi staðið í járnum viðskiptin.

Ógreiddar verzlunarskuldir í bönkum uxu að vísu nokkuð eftir skýrslum, en þó ber þess að gæta, að þær skýrslur voru gerðar fullkomnari á árinu en áður, og gæti það stafað af því. Ennfremur ber þess að gæta, að nokkuð er árlega höggvið í eldri skuldir af svipuðu tagi. Skuldir við útlönd í heild ættu alls ekki að hafa hækkað á árinu.

Það er fullkomið áhyggjuefni öllum hugsandi mönnum að þurfa einhverstaðar eigi fjarri 12 millj. kr. á ári til skuldagreiðslu og í duldar greiðslur, jafnvel þótt það verði að sjálfsögðu að athugast vel, að af þeirri upphæð ganga um 4,5 millj. til þess að lækka skuldir þjóðarinnar. Eigi að síður verður þetta fé að takast af útflutningnum, ef lántökur fara ekki fram.

Undanfarið hefir verzlunarjöfnuðurinn stöðugt farið batnandi, en um leið hafa æ fleiri og fleiri lán fallið til afborgunar, og halli „duldra greiðslna“ hefir vafalaust vaxið, vegna þess að mjög verulegur hluti hinna duldu tekna fer framhjá bönkunum. Það verður að sjálfsögðu að gera ráðstafanir til þess að reyna að fyrirbyggja slíkt. Fyrst og fremst verður þó að gera sér það ljóst, að gera verður öflugar ráðstafanir til þess að bæta enn verzlunarjöfnuðinn. Það verður að beita innflutningshöftunum með fullri festu, enda þótt ekki verði hægt að ráðgera verulega heildarlækkun innflutnings af þeim ástæðum, þar sem þeim hefir nú verið mjög beitt undanfarið.

Framtíðarlausn gjaldeyrismálanna felst í aukningu útflutnings og hverskonar framleiðslu. Jafnframt verður auðvitað að gera ráðstafanir, eins og ég áðan gat um, til þess að sá ávinningur, sem kann að nást, geti orðið til þess að bæta hag þjóðarinnar og koma þessum málum á hreinan grundvöll, til þess að greiða með þær verzlunarskuldir, sem þyngst hvíla á gjaldeyrisverzluninni. Jafnframt verður að sjálfsögðu að stefna að því að gera viðskiptin frjálsari en verið hefir, svo ört sem fjárhagur þjóðarinnar leyfir.

Hvaða ráðstafanir eru þá líklegar til þess að örva framleiðsluna og útflutninginn? Fyrst og fremst þær ráðstafanir, sem miða að því að bæta rekstrarafkomu sjávarútvegsins. Samkv. upplýsingum, sem fyrir liggja, hefir togaraútgerðin verið rekin með miklum rekstrarhalla undanfarin ár, vegna verðhruns og aflabrests.

Sama máli hefir og gegnt um vélbátaflotann, að undanskildum þeim, sem hafa haft full not af síldveiðum síðustu árin, og þá aðeins 2–3 mánuði. Mikill hluti bátaflotans hefir undanfarin ár legið aðgerðalaus allt að 9–10 mánuði ársins, vegna þess að það var talið útilokað, að það gæti borgað sig að stunda þorskveiðar, og þó er það sá atvinnuvegur, sem hefir verið undirstaða utanríkisverzlunarinnar.

Menn hafa hikað við í þessum málum vegna þess óvanalega ástands á mörkuðum, sem verið hefir undanfarið. Reynslan hefir þó þrátt fyrir allt sýnt það, að við höfum selt það, sem við höfum aflað, og getað selt meira síðastl. ár, ef við hefðum átt meiri fisk. Ennfremur er það ljóst, að við getum vart búizt við verðhækkun erlendis á sjávarútvegsvörum og að til lengdar getur útgerðin ekki búið við það ástand, sem nú er í þessum málum, jafnvel þótt afli kunni eitthvað að aukast.

Það þarf að gera mikil átök til þess að bæta rekstrarafkomu sjávarútvegsins og auka alla framleiðslu. Ekki aðeins vegna útgerðarmanna og sjómanna og annara framleiðenda, þótt þeir eigi hér beinan hlut að máli, heldur einnig vegna þjóðarinnar allrar. Þeir, sem taka hlut sinn „á þurru“, halda honum ekki lengi óskertum, ef framleiðslan er rekin með tapi til framhúðar.

Erfiðleikar útgerðarinnar hafa komið mjög hart niður á bæjar- og sveitarfélögum við sjóinn. Jafnframt hafa verið auknar mjög kröfur á hendur þeim, sem oft og tíðum virðist hafa verið mætt með lítilli festu eða ráðdeild. Útsvörin hafa farið stöðugt hækkandi og skuldir aukizt. Mun nú svo komið, að alls engir möguleikar eru til þess, að haldið verði áfram á sömu braut. Jafnframt því, sem gera þarf átak til þess að örva framleiðsluna, verður þess vegna óhjákvæmilega að gera ráðstafanir til þess að skipa fátækramálunum með hinni mestu hagsýni. Þess verður að krefjast hiklaust af hverjum manni, að hann noti til hlítar hvert það úrræði, er fyrir hendi kann að vera til sjálfsbjargar, og er áreiðanlega rétt að nota það fé, sem veitt kann að verða til atvinnubóta, til þess að efla sjálfsbjargarviðleitni manna og beinlínis koma undir menn föstum fótum, þannig að þeir hafi möguleika til þess að bjargast á eigin spýtur af framleiðslu.

Ég get ekki stillt mig um að minnast á það hér í þessu sambandi, hver þjóðarháski hlýtur að vera að þeirri breytingu, sem orðið hefir á síðustu áratugum á viðhorfi mikils hluta æskunnar í landinu frá því, sem áður var. Áður bjuggust flestir ungir menn undir það að stofna sjálfstæð heimili og sjálfstæðan atvinnurekstur. Enn gera þetta að vísu margir, en fjöldi æskumanna gefur þessu engan gaum fyrr en um seinan, og það mun harla algengt, að það fjármagn unga fólksins, sem áður gekk til þess að eignast búslóð og annað, sem nauðsynlegast var til heimilisstofnunar, hverfi nú í margskonar eyðslu, sem ekkert skilur eftir. Um þetta mætti langt mál tala, en það mun ég ekki gera að sinni, en aðeins benda á það í fullri alvöru, að einn liður í því átaki, sem gera þarf til þess að breyta ástandinu hér til bóta, verður að vera kröftugar aðgerðir til þess að breyta í grundvallaratriðum viðhorfi unga fólksins til framleiðslustarfa og sjálfstæðs atvinnurekstrar. Um þetta eiga allir að sameinast, og það tel ég mundu verða drýgst til árangurs, að þessi mál væru rædd í fullri alvöru og hreinskilni í öllum skólum landsins.

Í sambandi við þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til viðreisnar framleiðslu landsmanna, er nauðsynlegt, að aðrar fylgi, til þess að halda niðri eða minnka dýrtíð í landinu. Á ég þar m. a. við verðeftirlit, og ennfremur virðist brýna nauðsyn bera til þess, að sett verði lög um húsaleigu í bæjunum.

Þau mál, sem ég hefi drepið á, mynda eina heild, — þau miða öll að því sama — að eflingu atvinnuveganna og bættum fjárhag þjóðarinnar.

Hugsandi mönnum er það áreiðanlega ljóst, að erfitt er að taka á þessum málum, og jafnframt að þau eru þannig vaxin, að það væri æskilegt, að þau væri hægt að leysa með víðtækara og meira samstarfi en áður hefir tíðkazt hér á háttv. Alþingi eða með þjóðinni yfirleitt. Að vísu mun mest eftir þessum málum tekið og mest um þau talað. En þó er fleira en þetta eitt, sem bendir eindregið í þá átt, að réttmætt sé og tímabært, að fleiri taki höndum saman en áður hefir verið til þess að leysa vandamálin.

Það fer ekki dult, að einræðisstefnum vex nokkuð fylgi með þjóðinni, og það er ómögulegt að neita því, að það er nú á allra síðustu tímum farið að bóla á þeim einkennum, sem eru undanfarar þess upplausnarástands, sem alstaðar ríkir, þar sem þessar stefnur ná fótfestu. Er ekki seinna vænna fyrir alla lýðræðisvini í þessu landi að sameinast um sterk tök á lausn vandamálanna og starfi gegn ofbeldisstefnunum.

Ef við lítum á ástandið í heiminum, sjáum við hvarvetna vígbúnað og aftur vígbúnað. Alstaðar eru menn brýndir til sameiginlegra átaka um þau mál. Enginn veit, hvenær ófriður brýzt út eða hvort hann brýzt út, en allir búast við hinu versta og allt viðhorf er mótað af því.

Brátt er að því komið, að þjóðin á að taka ákvörðun um það, hvort hún tekur öll sín mál í eigin hendur og hvernig hún ætlar að skipa málum framvegis.

Öll þessi mál eru þannig vaxin, að þau krefjast almennari, sameiginlegri átaka en tíðkazt hafa a. m. k. nú um langt skeið. Í því sambandi mun reyna á þolrif hinna ábyrgu stjórnmálaflokka, og á þjóðin ekki lítið undir því, hversu þeir standast þá raun.