22.02.1939
Sameinað þing: 3. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 435 í B-deild Alþingistíðinda. (991)

1. mál, fjárlög 1940

*Forseti (HG):

Áður en ég gef þeim hv. þm. orðið, sem næstur er á mælendaskrá, vil ég lesa upp bréf, sem mér hefir borizt frá 4 hv. þm. Það hljóðar svo:

„Að gefnu tilefni tilkynnist hér með, að undirritaðir 4 þingmenn eru allir meðlimir Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins, er stofnaður var í Reykjavík í októbermánuði síðastl. samkvæmt umboði Kommúnistaflokks Íslands og fulltrúa sameiningarmanna Alþýðuflokksins, er kosnir höfðu verið á þing Alþýðusambands Íslands, og sameinaðist Kommúnistaflokkur Íslands sem heild þannig sameiningarmönnum Alþýðuflokksins í einum flokki, er tók við öllum réttindum Kommúnistaflokksins og sameiningarmanna Alþýðuflokksins á Alþingi, í bæjarstjórnum og hreppsnefndum.

Héðinn Valdimarsson, Ísleifur Högnason, Einar Olgeirsson, Brynjólfur Bjarnason.“

Þá hefir hv. 3. þm. Reykv. (HV) óskað að fá að segja nokkur orð um þingsköp í sambandi við þetta bréf, og gef ég honum því orðið.