11.04.1940
Neðri deild: 33. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 459 í B-deild Alþingistíðinda. (1123)

94. mál, útflutningur á kjöti

Frsm. (Bjarni Ásgeirsson):

Hér er farið fram á samskonar framlengingu á l. um útflutning á kjöti og legið hefir fyrir á undanförnum þingum. L. myndu falla úr gildi á þessu ári, ef þau yrðu ekki framlengd. Eins og horfurnar eru nú í heiminum, þykir ekki fært að láta l. falla úr gildi, og getur orðið nauðsynlegt að gera ýmsar ráðstafanir til dreifingar á því kjöti, sem fer út úr landinu. Má búast við mörgum hindrunum viðvíkjandi kjötsölunni, sem menn þurfa að taka tillit til.