01.04.1940
Neðri deild: 27. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 460 í B-deild Alþingistíðinda. (1132)

38. mál, lyfjafræðingaskóli Íslands

Frsm. (Vilmundur Jónsson):

Eins og nál. á þskj. 273 ber með sér, hefir allshn. athugað frv. og mælir með því, að það verði samþ. með nokkrum breyt. N. sendi málið, þegar því var vísað til hennar, Læknafélaginu, Lyfjafræðingafélaginn og Lyfsalafélaginu til umsagnar, og þessar brtt., sérstaklega 1. brtt., eru samdar með það fyrir augum að ganga á móti óskum lyfsala og lyfjafræðinga, að þeir ættu hver sinn mann í skólan., en um leið er þess gætt, að fulltrúar hins opinbera hafi meirihlutaaðstöðu í n., ef ágreiningur verður.

2. brtt. fer í þá átt, að í staðinn fyrir orðin „í lyfjabúðum landsins“ komi: „í lyfjabúðum landsins, sem til þess teljast hæfar“, svo að í stað þess, að eftir frv. mætti skilja það svo, að öllum lyfjabúðum landsins væri ætlað að taka á móti lærlingum og að þær væru taldar til þess hæfar og gildar, er farið fram á, að við því sé sleginn nokkur varnagli. Að sjálfsögðu ber að krefjast þess, að þær lyfjabúðir, sem taka við nemendum, séu það stórar og hafi þeim starfskröftum á að skipa, að skilyrði fyrir náminu séu sæmilega tryggð.

3. brtt. fer í þá átt, að l. öðlist þegar gildi, eða nægilega snemma til þess, að hægt sé að hefja undirbúninginn, svo að skólinn geti tekið til starfa 1. okt. 1940.

Annars er hér ekki farið fram á að gera annað eða meira en að lögfesta þá skipun á þessari fræðslu, sem verið hefir undanfarið, og gera það kleift að setja reglugerð um hana samkv. opinberum fyrirmælum, svo og að gefa hinu opinbera kost á að hafa nægilegt eftirlit með þessari fræðslu.