11.03.1940
Efri deild: 14. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 494 í B-deild Alþingistíðinda. (1206)

42. mál, húsaleiga

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti! Ég vil biðja hv. n. að athuga, hvort ekki sé ástæða til að fella úr 1. gr. frv., eins og hún er nú, nokkur orð.

Í brtt. allshn. er gert ráð fyrir því, að hækka megi húsaleigu sökum aukins viðhaldskostnaðar, eldsneytis o. s. frv. En hér ber þess að gæta, að þótt húsnæði á einum stað geti verið sambærilegt við annað að kostum, getur það verið allt að fimm sinnum dýrara leigt, vegna þess að í öðru tilfellinu kann húsaleigusamningur að hafa verið gerður fyrir löngu, en ekki í hinu. Gæti því húsaleigun. verið í miklum vanda stödd þegar svo stendur á. Húseigandi getur þá kannske bent á það, að á öðrum stað sé samskonar búsnæði leigt miklu dýrar, og rökstutt með því, að hann verði að hækka leiguna, og myndi því n. oft neyðast til að samþ. hækkunina. Þess vegna er ég í miklum vafa um, hvort rétt sé að láta þetta ákvæði standa, því að hér við bætist það, að þessar dýrustu íbúðir eru venjulega í gömlum húsum og köldum, með ofni og útisalerni og svo framvegis. Þegar þannig er hægt að vitna í háa leigu á gömlum húsum, stendur n. enn verr að vígi í þessu efni, þegar um nýrri hús er að ræða.