18.03.1940
Efri deild: 19. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 521 í B-deild Alþingistíðinda. (1237)

42. mál, húsaleiga

*Ingvar Pálmason:

Út af skrifl. brtt. hv. 1. þm. Reykv. vil ég segja það, að ég skil, hvað fyrir honum vakir. Það er það, að ekki verði hækkað stimpilgjald af þeim leigusamningum, sem eftir stimpilgjaldslögunum mundu nú greiðast með gjaldi innan við 3 kr. Ég skil þetta, en held, að hans brtt. geti tæplega fallið inn í brtt. á þskj. 134, því að þar stendur: „Meðan lög þessi eru í gildi, skal stimpilgjald af húsaleigusamningum ekki reiknað skv. 39. gr. laga nr. 75 1921, heldur vera fast gjald, 2 kr. fyrir hvern samning. 1 Reykjavík annast húsaleigunefnd stimplun slíkra samninga.“ Ég held, að ef hans hugmynd ætti að nást, þurfi að orða till. um. Ég játa það, að þegar við höfðum þetta til meðferðar í n., sáum við þetta og fórum því svona neðarlega. Við vildum, að meðan þessi regla væri, yrði hún einföld, og held ég, að það borgi sig tæplega að gera þær breyt., sem yrðu til þess, að hún yrði margbrotnari. Þetta er lítið gjald, ekki nema 2 kr. Það má segja, að þegar það er greitt oft á ári, geti það munað fyrir leigutaka, og það, sem vakti fyrir okkur, var að koma í veg fyrir ósamræmi.

Brtt. hv. 11. landsk. fellur inn í okkar till., og geri ég ekki að neinu atriði, hvort stimpilgjaldið er 2 kr. eða 3 kr., en held, að brtt. hv. 1. þm. Reykv. sé varhugaverð, þótt ég viti, hvað fyrir honum vakir.