18.03.1940
Efri deild: 19. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 522 í B-deild Alþingistíðinda. (1240)

42. mál, húsaleiga

*Magnús Gíslason:

Út af umr. um 2. brtt. á þskj. 134, og sérstaklega eftir framkomna brtt. frá hv. 1. þm. Reykv. við mína brtt., skilst mér, að þennan ágreining mætti jafna með því að orða till. á annan veg. Það, sem mér finnst vaka fyrir honum, er, að hann vill ógjarnan, að tekið sé jafnhátt gjald af öllum samningum, og er það rétt, en það, sem vakir fyrir flm. till. á þskj. 134, er, að hámarkið skuli vera þetta. Þess vegna væri hægt, ef ég mætti koma fram með nýja brtt., að synda fyrir þetta. Tillaga mín er á þessa leið: [Sjá þskj. 172]. Mun ég þá hér með taka mína fyrri till. aftur.