22.02.1940
Efri deild: 3. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 177 í B-deild Alþingistíðinda. (126)

3. mál, stimpilgjald

Fjmrh. (Jakob Möller):

Frv. þetta er borið fram sakir þess, að hinn 1. júlí næstk. fellur niður heimild sú, sem ráðuneytinu er veitt með lögum nr. 5 1938 til þess að lækka eða fella niður stimpilsektir. Af því að sektirnar fyrir að vanrækja að stimpla skjöl eru mjög þungar samkv. stimpilgjaldslögunum, þá þótti rétt að gefa þinginu kost á að segja um það, hvort það vildi framlengja þessa undanþáguheimild eða ekki. Það má eflaust með fullum rétti segja, að frestur sá, sem veittur hefir verið í þessu tilfelli, sé þegar orðinn ærið langur, og engum ætti því að vera vorkunn að hafa áttað sig á honum, og því ekki vanrækt að láta stimpla skjöl sín. En þess ber að gæta, að það getur oft stafað af gleymsku hjá mönnum, að þeir láti ekki stimpla skjöl sín á réttum tíma, og þar sem sektirnar eru svo háar, að þær nema fimmfaldri upphæð stimpilgjaldsins, þá getur það auðveldlega orðið til þess, að menn leiti frekar undanbragða með að láta stimpla skjölin en ella. Ráðuneytið telur því rétt að framlengja heimild þessa um sinn. vil ég því leyfa mér að óska þess, að málið nái fram að ganga og að því verði vísað til 2. umr. og fjhn.umr. lokinni.