30.03.1940
Neðri deild: 26. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 532 í B-deild Alþingistíðinda. (1274)

40. mál, alþýðutryggingar

Frsm. (Vilmundur Jónsson):

Allshn. hefir athugað þetta mál mjög rækilega og er ásátt um að mæla með því, að það verði samþ. með lítilsháttar breyt., sem að mestu leyti eru orðabreyt. eða formsbreytingar, en snerta ekki efni málsins að verulegu leyti.

Brtt. eru á þskj. 248 aftan við nál. En í nál. er gerð nokkuð rækileg grein fyrir öllum höfuðbreyt., sem felast í þessu frv. og eru æðimargar.

Ég vænti þess, að ef hv. þm. kynna sér nál., þá endist það þeim til þess að átta sig svo á málinu, að þeir verði ekki í vandræðum við atkvgr. Fyrir það mun ég spara mér að flytja hér langa framsöguræðu. Hinsvegar er ég reiðubúinn til að svara fyrirspurnum, ef einhverjum kann að þykja skýringa vant.

Ég vil vekja athygli á því, að við 17. gr. síðari málsgr. hefir n. áskilið sér rétt til að hafa óbundnar hendur við atkvgr. Varðar sú málsgr. sérréttindi sjóðfélaga í eftirlaunasjóðum bankanna, sem hv. þm. er kunnugt um frá meðferð málsins hér áður á hv. Alþ., og olli þá nokkrum ágreiningi.