30.03.1940
Neðri deild: 26. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 533 í B-deild Alþingistíðinda. (1276)

40. mál, alþýðutryggingar

*Eiríkur Einarsson:

Herra forseti! Á þskj., sem nú var verið að útbýta, sé ég, að liggja fyrir allmiklar brtt. við frv. frá allshn. Og þar sem þessu nál. er svo nýlega útbýtt hér í hv. d., þá er það svo um mig og kannske fleiri hv. þm., að þeir séu ekki búnir að átta sig á þessum brtt. En meðal þeirra og í frv. eru ýms atriði, sem hv. þm., bæði ég og aðrir, láta sig verulega máli skipta. Og ennfremur þar sem ýmsir hv. þm., t. d. þm. V.-Ísf., sem er flm. einnar slíkrar brtt., er ekki hér nú á fundi, og einnig með tilliti til þess, að efni þessa máls er mjög mikilvægt, vildi ég mælast til þess við hæstv. forseta, að hann taki málið af dagskrá og fresti atkvgr. þangað til dm. hafa áttað sig betur á brtt. og fleiri hv. þm. eru hér mættir, sem hlut eiga að máli.