28.02.1940
Efri deild: 6. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 177 í B-deild Alþingistíðinda. (128)

3. mál, stimpilgjald

Frsm. (Erlendur Þorsteinsson):

Herra forseti ! Frv. þetta fer fram á, að 52. gr. l. um stimpilgjald verði breytt frá því, sem nú er í lögum. Þessu ákvæði l. hefir verið breytt áður, bæði 1925 og 1938. Lög þessi leggja mönnum þá skyldu á herðar að láta stimpla skjöl sín, svo sem kaupsamninga. skuldabréf, víxla o.fl., og í lögunum er gert ráð fyrir, að sé vanrækt að stimpla skjöl þessi lengur en 2 mán. frá dagsetningu þeirra, há skuli sektir nema 5-faldri upphæð stimpilgjaldsins. Sekt þessi er óneitanlega nokkuð há og hefir jafnan þótt það; og því var þegar í upphafi, er lögin voru sett, gert ráð fyrir, að fjármálaráðuneytinu væri heimilt að milda þessa sekt, eða jafnvel láta hana með öllu falla niður, ef sérstakar ástæður væru fyrir hendi, fyrstu 10 árin eftir gildistöku laganna. Nú er það svo, að oft geta þær ástæður verið fyrir hendi, að menn hafi ekki getað komið því við að láta stimpla skjöl sín á réttum tíma, þrátt fyrir góðan vilja. Það væri því óneitanlega hart að þurfa undir slíkum kringumstæðum að beita hinu háa sektarákvæði. Þetta hefir þingið líka viðurkennt áður með undanþágunum frá 1925 og '37. síðara þinginu 1937 var borið fram frv. um þetta, og þá haft ótímabundið, en fjhn. Ed. breytti því á þann veg, að tímabinda undanþáguheimildina við 1. júlí 1940. En nú þykir ekki verða hjá því komizt að hafa undanþágu þessa áfram í lögum, og því er frv. borið fram. Fjhn. hefir athugað frv. og mælir með því, að það verði samþ. óbreytt eins og það liggur fyrir.