04.03.1940
Neðri deild: 9. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 179 í B-deild Alþingistíðinda. (143)

20. mál, atvinna við siglingar

*Atvmrh. (Ólafur Thors):

Ég var ekki viðstaddur, þegar þetta frv. var til 1. umr., en sé. að það hefir ekki komið svo mikið að sök, þar sem n. hefir tekið málið til skjótrar afgreiðslu á þá lund, sem ég hefi óskað eftir, með því að leggja til, að það verði samþ. Hv. frsm. hefir gert grein fyrir efnishlið málsins, og hefi ég þar engu við að bæta nema að þakka n. fyrir afgreiðslu málsins.