03.04.1940
Neðri deild: 29. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 593 í B-deild Alþingistíðinda. (1520)

47. mál, eignarnámsheimild á nokkrum löndum o. fl.

*Frsm. (Steingrímur Steinþórsson):

Ég hefi borið hér fram smávægilega brtt. við frv., um það, að Hafnarfjarðarkaupstað sé skylt að haga ræktun landsins og úthlutun — þar með er átt við skipulagið yfirleitt — eftir fyrirmælum Búnaðarfélags Íslands.

Þessi till. er borin fram vegna þess, að það vill oft brenna við, að ef svona framkvæmdir eru ekki skipulagðar frá byrjun, þá verði ýms mistök á þeim, bæði að því er snertir framræslu og vegagerðir. Þar sem hinsvegar engin mannvirki eru á þessum jörðum nú, ætti að vera hægt að koma þar á góðu skipulagi, ef það er gert frá upphafi.

Ég skal ekki hafa um þetta fleiri orð, en vænti, að hv. þm. geti fallizt á þessa till.