11.04.1940
Neðri deild: 33. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 618 í B-deild Alþingistíðinda. (1592)

65. mál, ríkisborgararéttur

Jón Pálmason:

Ég hefi leyft mér að færa fram brtt. við þetta frv. á þskj. 360. Er það sama till. og samþ. var í Nd. á síðasta þingi, að veita Oskar Sövik rafveitustjóra á Blönduósi ríkisborgararétt. Ed. gat ekki fallizt á þetta, þar sem henni þótti ekki nægilega langur tími liðinn frá því að þessi maður fluttist hingað til lands. Nú hefir allshn. ekki heldur viljað taka þennan mann upp í frv., vegna þess að mér skilst, að það er ekki fyrr en í næsta mánuði, að liðin eru 10 ár frá því að þessi maður fluttist hingað til lands. En vegna þess að mikið kapp er lagt á það, bæði af rafveitustjórn Blönduóss og sýslunefnd Austur-Húnavatnssýslu, að þessi maður fái íslenzkan ríkisborgararétt, þá vænti ég, að till. mín fái góðar undirtektir í þessari d. ekki síður en á síðasta þingi.