22.02.1940
Neðri deild: 3. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 183 í B-deild Alþingistíðinda. (160)

4. mál, laun hreppstjóra og aukatekjur m. fl.

*Fjmrh. (Jakob Möller):

Þetta frv., sem hér liggur fyrir, felur í sér breyt. á l. nr. 85 11. júní 1938. Í gildandi l. er gerður greinarmunur á greiðslu fyrir matsgerð eftir því, hvort mat var framkvæmt eftir beiðni eigenda eða vegna opinberra ráðstafana. Þegar matsgerð var framkvæmd fyrir hið opinbera, var svo ákveðið í gildandi l., að greitt yrði fyrir með dagkaupi. 7 kr. á dag.

Það er ekki ástæða til að gera neinn mun á slíkri matsgerð eftir því, að hvers tilhlutun hún er framkvæmd; enda hefir það sýnt sig, að það fyrirkomulag, sem komið var á með 1. frá 1938, hefir ekki þótt gefast vel, og ráðuneytið mælir með því, að sú breyt. verði gerð, sem farið er fram á með þessu frv.

Að öðru leyti sé ég ekki ástæðu til að ræða frekar um málið að þessu sinni. Ég vil leggja til, að málinu verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og fjhn., og mun n. að sjálfsögðu hafa aðstöðu til að afla sér upplýsinga um málið áður en það verður afgr.