19.04.1940
Efri deild: 42. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 625 í B-deild Alþingistíðinda. (1607)

65. mál, ríkisborgararéttur

*Frsm. (Magnús Gíslason):

Hæstv. forsrh. talaði um, að ef maðurinn hefði unnið í þágu sýslufélaga, væri það svipað því að hann ynni hjá ríkinu. Ég get ekki verið á sama máli og hann hvað þetta snertir. Þá myndi verða vikið frá skýru ákvæði laganna, og um það er ekki að ræða í þessu tilfelli. Viðvíkjandi því, sem hv. 2. þm. S.-M. sagði að því er snertir vottorð Söviks frá sýslumanni um að hann hafi ekki á þessum árum átt heima í Noregi og ekki vitað annað en að hann ætti heimili hjá Stefáni Runólfssyni í Reykjavík, þá er það alger misskilningur. Sýslumaður hefir átt að vita fyrir víst, hvort hann ætti heimili í Reykjavík, og virðist svo, sem um hvorttveggja hafi verið að ræða. Það, sem minni hl. allshn. telur að vanti til þess að Sövik geti öðlazt ríkisborgararéttindi, eru fullnægjandi skýrslur um, að hana hafi átt hér heima fyrstu 3 árin, og þá séu ekki uppfyllt þau skilyrði, sem eru í gildandi l. Það er ekki heldur hægt að veita honum ríkisborgararéttindi fyrr en norska stjórnin hefir gefið honum yfirlýsingu um, að hann sé leystur frá norskum ríkisborgararétti.