08.03.1940
Neðri deild: 13. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 183 í B-deild Alþingistíðinda. (162)

4. mál, laun hreppstjóra og aukatekjur m. fl.

*Frsm. (Stefán Stefánsson):

Fjhn. hefir haft frv. þetta til athugunar og leggur til, að það verði samþ. óbreytt. Samkv. gildandi lögum eru tvær reglur um aukatekjur hreppstjóra, þá er þeir framkvæma skoðunar- eða matsgerðir. há er skoðunargerðir eru framkvæmdar, er greitt eftir matsupphæð, en sé metið eftir ráðstöfun hins opinbera, Án beiðni eiganda, ber virðingarmönnum og hreppstjórum daglaun. samkv. lögum nr. 85 1938, en þetta fyrirkomulag hefir gefizt illa. Það er því lagt til í frv. þessu, að þetta verði fært í sama horf og var í l. frá 14. nóv. 1917. hetta er aðalbreytingin. En auk hennar er smábreyting að því er snertir ferðakostnað hreppstjóra. Það er lagt til, að ferðakostnaður þeirra við ferðir til starfa þeirra, er um getur í 2.-fl. gr. 1. frá 11. júní 1938, skuli greiddur eftir reikningi. þó er sá varnagli sleginn, að hann megi aldrei fara yfir 35 aura fyrir hvern km., sem þeir ferðast.

Fleira sé ég ekki ástæðu til þess að taka fram.