11.04.1940
Neðri deild: 33. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 635 í B-deild Alþingistíðinda. (1634)

31. mál, tollskrá o. fl.

*Frsm. (Ásgeir Ásgeirsson):

Í þessu frv. er ekki nema ein breyting á tollskránni, en hún er í því fólgin, að tollur sé lækkaður nokkuð á efni í kassa um fisk til útflutnings, þó að það sé sagað niður, en þó óheflað. N. hefir fengið upplýsingar um það, að kassaefni, sem inn er flutt algerlega óunnið, rýrni um fjórða eða fimmta part. Því vill n. gera 20% mun á því og öðru efni, sem flutt er inn niðursagað, en ekki aðeins 10%, eins og í frv. er gert. Það má ef vil vill segja, að með þessu sé ekki bætt upp öll rýrnunin, en n. hefir þó orðið ásátt um þetta.