22.04.1940
Efri deild: 46. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 664 í B-deild Alþingistíðinda. (1698)

46. mál, gjaldeyrisverzlun o. fl.

*Erlendur Þorsteinsson:

Herra forseti! Við 2. umr. þessa máls gerði ég fyrirspurn til hv. frsm. (BSt), og þar sem henni er ósvarað, verð ég að líta svo á, að skilningur minn sé réttur, að með orðinu skófatnaður sé aðeins átt við tilbúna skó og með byggingarefni sé aðeins átt við byggingarefni, sem nauðsynlegt er til húsbygginga.