22.04.1940
Neðri deild: 48. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 665 í B-deild Alþingistíðinda. (1706)

46. mál, gjaldeyrisverzlun o. fl.

*Einar Olgeirsson:

Ég sé ekki í sambandi við þessi mál, hvernig nokkrum manni getur dottið í hug, að þetta sé nokkur lausn. Það eina, sem hér á að gera, er að skipa til viðbótar við þessa óþörfu n. tvær nýjar n., eina eftir frv. og eina eftir þáltill. Þetta er niðurstaðan í því, sem Sjálfstfl. taldi réttlætismálið. Þetta er lausnin á verzlunarmálunum nú fyrst um sinn. Ég sé ekki betur en að með þessu sé ákveðið, að þessi mál séu alveg óbreytt nema að því leyti, að tveimur nýjum n. er bætt við þá gömlu. Við höfum nóg af mþn. fyrir. Hér var fyrir nokkru samþ. að skipa bankanefnd; hún hefir ekkert gert og engu áliti skilað, heldur aðeins hirt sín laun. Um þetta mál virðist samkomulag nú sem stendur. Með þessu á að bjarga áliti Sjálfstfl. út á við, að hann hafi vegna þjóðstjórnarinnar gert þetta samkomulag, og áliti Framsfl. með því að láta allt sitja við það sama og áður. Þetta er sá raunverulegi árangur, tvær nýjar nefndir, sex nýir bitlingar.