23.04.1940
Neðri deild: 49. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 666 í B-deild Alþingistíðinda. (1709)

46. mál, gjaldeyrisverzlun o. fl.

*Viðskmrh. (Eysteinn Jónsson):

Ég vil aðeins leyfa mér að bera fram skrifl. brtt. um eitt atriði, sem um er að ræða í þessu frv. í sambandi við þær stofnanir, sem eiga að tilnefna menn í gjaldeyris- og innflutningsnefnd. Í 1. málsgr. 1. gr. frv. er skýrt frá því, að ríkisstj. skuli skipa einn fulltrúa í þessa n. samkv. tilnefningu bankastjóra Landsbanka Íslands, og einn skv. tilnefningu bankastjóra Landsbanka Íslands h/f. Nú hefir fjhn. ætlazt til, að þessu verði breytt á þá leið, að þessir menn verði tilnefndir af bönkunum án þess að það verði tekið fram, hvaða aðilar skuli hafa þetta með höndum, enda er óviðkunnanlegt að benda þannig á einstaka aðila innan þessara stofnana. Í samráði við fjhn. vil ég leyfa mér að bera fram skrifl. brtt. við 1. gr., um að orðið „bankastjóra“ á tveimur stöðum í 1. málsgr. gr. falli niður, og verður það þá sameiginleg yfirstjórn bankanna, sem hefir þessa tilnefningu með höndum. Okkur finnst leiðinlegt að láta þetta standa svona í l.