23.04.1940
Neðri deild: 49. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 667 í B-deild Alþingistíðinda. (1714)

46. mál, gjaldeyrisverzlun o. fl.

*Ásgeir Ásgeirsson:

Hæstv. viðskmrh. talaði um Samband íslenzkra samvinnufélaga og Verzlunarráð Íslands sem þá tvo aðila, er hefðu deilt um innflutninginn, og þegar fulltrúar þeirra beggja eiga að vera í vörumiðlunarn. og oddamaður á að vera í henni, þá held ég, að bezt væri, að hann kæmi frá Alþfl. eða þá gegnum Alþýðusambandið. Ég sé ekki, að neitt útlit sé fyrir, að deilan verði leyst með því móti að setja báða deiluaðila í n. og hafa oddamanninn skipaðan af þeim ráðh., sem með þessi mál fer, og sem einhverjir hafa e. t. v. deilt við líka. Mér hefði þótt æskilegra, að Sjálfstfl. hefði gert bandalag við okkur Alþfl.-menn um að bera fram þessa brtt. Það er ekki annað sjáanlegt en að þessi brtt. sé komin frá Framsfl., og ekki sjáanlegt, að Sjálfstfl. eða þeir fulltrúar hans, sem starfa í þessari n., vinni neitt við það, þó að þessi breyt. verði samþ. Ég gerði mér því von um, að Sjálfstfl. myndi standa að þessari brtt. með okkur Alþfl.-mönnum, en sú liðveizla Sjálfstfl. hefir brugðizt okkur.