18.04.1940
Neðri deild: 44. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 713 í B-deild Alþingistíðinda. (1790)

70. mál, verðlagsuppbót á laun embættismanna og starfsmanna ríkisins og ríkisstofnana

Jón Pálmason:

Út af orðum hv. þm. V.-Húnv. (SkG) vil ég minna á það, að ég taldi 1. málsgr. 3. brtt. á þskj. 411 vera höfuðatriði þessara brtt., og gegn henni greiddu atkv. allir ráðh., sem eiga atkv. hér í deild. En um brtt., sem hv. þm. gat, hefði hann mátt taka fram, að það, að hæstv. viðskmrh. sat hjá, réð því, að hún féll með jöfnum atkvæðum.