22.04.1940
Efri deild: 44. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 721 í B-deild Alþingistíðinda. (1811)

70. mál, verðlagsuppbót á laun embættismanna og starfsmanna ríkisins og ríkisstofnana

*Viðskmrh. (Eysteinn Jónsson):

Ég vil aðeins benda á, að eftir því, sem tekið var í mál þetta í hv. Nd., þá má búast við, að það verði hrakið á milli d., og jafnvel að það lendi að lokum í Sþ., ef gerðar verða á því miklar breyt. nú. Af þeim brtt., er fyrir liggja, finnst mér till. hv. 1. þm. N.-M. (PZ) vera einna næst því að bæta hér nokkuð úr þeim smíðagöllum, sem á frv. eru, sérstaklega þó, ef við hana væri bætt orðunum „og opinberum stofnunum“, því að mér finnst, að í frv. þurfi að vera skýr ákvæði um það, að samanlögð laun og dýrtíðaruppbót megi aldrei fara fram úr 8 þús. kr., ef hámark á að vera á annað borð, eins og hv. Nd. hefir gengið inn á.