23.04.1940
Sameinað þing: 22. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 740 í B-deild Alþingistíðinda. (1840)

70. mál, verðlagsuppbót á laun embættismanna og starfsmanna ríkisins og ríkisstofnana

Skúli Guðmundsson:

Ég held, að það væri ástæða til að athuga þetta mál nánar áður en umr. er slitið.

Annars vildi ég aðeins mótmæla brtt. á þskj. 566. Það virðist svo sem þeir hv. þm., sem þessa till. flytja, séu svo einsýnir, að þeir sjái ekkert annað í okkar þjóðfélagi en það, að opinberir starfsmenn þurfi að fá uppbót á laun sín, án tillits til þess, hvað þeir eru vel settir áður. Ég tel það óhæft með öllu að afnema hámarkið, sem Nd. hefir sett í frv. En eins og ég sagði áðan, teldi ég ástæðu til, að menn ættu þess kost að athuga málið frekar áður en umr. er slitið.