02.04.1940
Neðri deild: 28. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 747 í B-deild Alþingistíðinda. (1862)

16. mál, vegalög

Forseti (JörB):

Við atkvgr. um þetta mál mun ég bera till. n. fyrst undir atkv. En þar sem frvgr. breytist mjög, verði till. n. samþ., ekki einungis að því leyti hvað hún tekur yfir meira, heldur er líka fellt nokkuð úr henni, þá þykir mér ekki nema sanngjarnt að verða við óskum hv. flm., ef fram koma, um að bera undir atkv. þetta sérstaka atriði frumv., þar sem hv. flm. frv. á ekki kost á að koma öðruvísi með leiðréttingar við þessa umræðu, ef hann vill þeim fram koma, heldur en með því að bera fram sérstaklega a-lið I, að haga atkvgr. þannig, og mundi ég verða við þeim tilmælum.