19.03.1940
Neðri deild: 21. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 189 í B-deild Alþingistíðinda. (187)

2. mál, happdrætti

*Viðskmrh. (Eysteinn Jónsson):

Ég vil aðeins segja örfá orð í framhaldi af því, sem hv. frsm. fjhn. sagði um það atriði, að möguleikar yrðu á því að bjóða út happdrættislán þrátt fyrir þann einkarétt, sem háskólinn hefði nú. Þetta atriði hefir verið til umr. án þess að endanleg afstaða hafi verið tekin um það. Nú vildi ég beina því til hv-. fjhn. áður en endanlega verður frá þessu gengið við 3. umr., hvort þessi væntanlega heimild mundi brjóta í bága við þann einkarétt, sem háskólinn hefir nú. Ég vildi skjóta þessu til n. og biðja hana að athuga það fyrir 3. umr., hvort hægt myndi að bjóða þetta lán út nú þegar að þeim tíma, sem gert er ráð fyrir, að einkarétturinn yrði framlengdur.