23.04.1940
Efri deild: 48. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 791 í B-deild Alþingistíðinda. (1948)

16. mál, vegalög

*Magnús Gíslason:

Ég get því miður ekki orðið við tilmælum hv. þm. S.-Þ. um að gefa loforð um þetta, því að það er ekki á mínu valdi að taka að mér að framkvæma 12. gr. vegal., nema samþykkt sé fyrir því frá Alþ. En hitt tók ég skýrt fram, að ég greiddi atkv. með því, að ákvæði 12. gr. yrðu notuð, af því að ég teldi, að með því yrði dregið úr kostnaði ríkissjóðs. Verði þessi brtt. ekki samþ., sem hér var borin fram af mér og 2 öðrum hv. þm., mun ég greiða atkv. á móti frv. í heild sinni. En ég tel ekki, að um óeðlilega aðferð sé að ræða, þó að þessi brtt. væri samþ. hér nú, því að hliðstætt hefir átt sér stað um annað mál. Og þó að þessi brtt. verði samþ., er hægt að afgr. málið í sameinuðu þingi.