15.03.1940
Sameinað þing: 7. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 793 í B-deild Alþingistíðinda. (1954)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir o.fl.

*Brynjólfur Bjarnason:

Herra forseti! Þetta sýnir ekkert annað en það, sem ég vissi fyrir, að forsrh. er óvandaður dóni. (Forseti hringir). Hann vill, skilst mér, að upp sé tekinn sá siður, að menn komi fram sem óvandaðir dónar, enda þótt þeir séu forsrh. — Það eru ósannindi, að ég hafi lagt á hann hendur. Og að hann hafi ekki verið reiður, segir sig sjálft; menn hlaupa ekki svona á sig og gera sér smán frammi fyrir alþjóð án þess að þeir séu viti sínu fjær af bræði.