28.03.1940
Neðri deild: 24. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 796 í B-deild Alþingistíðinda. (1964)

Utanför þingmanns

forseti (JörB):

Mér hefir borizt svo hljóðandi bréf frá hv. þm. Ísaf.:

„Ég leyfi mér hér með að tilkynna yður, hæstvirti forseti, að ég hefi af hálfu síldarútvegsnefndar verið kvaddur til utanfarar í síldarsöluerindum. Mun ég leyfa mér að leggja í för þessa að fengnu leyfi Alþfl. og óska samþykkis yðar til þess að mæta ekki á þingfundum það sem eftir er þingtímans. Virðingarfyllst,

Finnur Jónsson.“

Ég vil vænta þess, að hv. d. samþ. af sinni hálfu burtfararleyfi Finns Jónssonar, þar sem hann er að rækja áríðandi störf fyrir síldarútvegsnefnd.