28.02.1940
Neðri deild: 6. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 70 í C-deild Alþingistíðinda. (2068)

19. mál, verðuppbót á kjöti og mjólk

*Steingrímur Steinþórsson:

Ég ætla ekki að flytja langt mál í sambandi við þetta frv., sem er þó í sjálfu sér mjög stórt mál. Það er ekkert smáræði, þegar ætlazt er til, að varið sé 2 millj. kr. af tekjum ríkissjóðs til þess að styrkja einn atvinnuveg landsins, þó að hann sé sá atvinnuvegurinn, sem flest hefir fólkið á framfæri sínu og sé annar aðalatvinnuvegur þjóðarinnar. En mig langar til, ekki síður fyrir það, að málið mun fara til n., sem ég á sæti í, og af það að hér er gert ráð fyrir miklum afskiptum af hálfu Búnaðarfélagsins, að spyrja flm. nokkurra spurninga í sambandi við þetta frv. Ég álít, að það eigi að taka þetta mál alvarlega, og að það sé borið fram með það fyrir augum, að frá. verði að l., og þessum 2 millj. kr. verði veitt til landbúnaðarins, hvort sem það er gert nákvæmlega á þann hátt, sem frv. gerir ráð fyrir, eða einhver annar grundvöllur fundinn. T. d. hygg ég, að það sé rétt, sem ha-. flm. tekur fram í grg. frv., að það sé bara af handahófi gert, þegar talað er um í frv. að skipta þessum 2 millj. kr. jafnt niður á mjólkina og kjötið, sína millj. á hvort fyrir sig. Það er áreiðanlega handahóf, því hver veit að órannsökuðu máli, hvort það er rétti grundvöllurinn? Það veit hvorki ég eða hv-. flm. Það þyrfti að fara fram mjög gaumgæfileg rannsókn á búreikningum allra bænda í landinu til þess að komast að einhverri niðurstöðu um, hvernig ætti að skipta svo miklu fjármagni og þetta er. Hinsvegar getur frv. verið jafngott að öðru leyti fyrir því, þó að fyndist að einhverju leyti annar grundvöllur í þessu efni.

Það, sem ég þá vildi spyrja hv. flm. um, af því að hann flytur frv-. og hann er úr Sjálfstfl., sem er annar stærsti fl. hér á Alþ., er það, hvort hann hefir stuðning sins fl. um þetta mál, því að ég álít það eitt stærsta atriðið í flutningi þessa máls, að það hafi fengið samþ. Sjálfstfl., þannig, að Sjálfstfl. standi á bak við flutning þess. Og ennfremur vil ég spyrja hv. flm. að því, hvort frv. sé flutt í samráði við fjmrh., því mér dettur ekki í hug, að hv. flm. sé með nokkurn skrípaleik í sambandi við það, að þetta frv. sé lagt fram aðeins til þess að sýnast. Sé það meiningin, að Búnaðarfélag Íslands eigi að hafa jafnmikil afskipti af þessum málum og hér er gert ráð fyrir, þá þyrfti að fara að afla sér mjög stórkostlegra skýrslna og upplýsinga, sem gera þarf í þessu sambandi. Það er mikið alvörumál fyrir okkur í Búnaðarfélaginu að vita. hvort hér er full alvara á ferð, og að það sé ekki aðeins meining hv-. þm. A.-Húnv-., heldur líka hans fl., að þessu máli verði hrundið fram á þann hátt, sem hér er gert ráð fyrir, eða annan hliðstæðan, sem er þá hlutverk landbn. að athuga eitthvað nánar um.

Ég vil að lokum spyrja um það, hvar hv. flm. hugsi sér að fá tekjur til þess að standast þessi stórkostlegu útgjöld, því að þótt hann í grg. sinni við frv. bendi á nokkra liði fjárl., sem hann telur, að mætti lækka að allverulegu leyti, þá hefir það nú verið svo, að þessi hv. þm. hefir átt sæti í fjvn. á mörgum undanförnum þingum, og þessir liðir hafa staðið í fjárl. öll þau ár, og það hefir ekki tekizt að lækka þá. En nú á hv. þm. A.-Húnv. ekki sæti í fjvn. lengur, og ég er hræddur um, að svipað muni ganga nú með að fá þessa liði lækkaða, eftir að hv. þm. A.-Húnv. er kominn úr n. Ég tel því mjög ólíklegt. að á þessum liðum fjárl., sem frv. nefnir, verði hægt að spara 2 millj. kr. til þess að veita sem styrk til verðuppbótar á kjöti og mjólk hér í landinu.

Ég skal svo ekki fara fleiri orðum um málið að sinni, þar sem það mun fara til þeirrar n., sem ég á sæti í. En þar sem þetta mál snertir einnig svo mikið þá stofnun, sem ég veiti forstöðu, þá álit ég það ekki ófyrirsynju, þó að ég vilji vita, hvort eigi virkilega að hrinda þessu máli áfram eins og gert er ráð yrir hér í frv.