19.03.1940
Neðri deild: 21. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 110 í C-deild Alþingistíðinda. (2123)

53. mál, eyðing svartbaks

*Gísli Sveinsson:

Ég hafði ekki ætlað mér að taka til máls í þessu máli. Ég hefi verið á móti þessu frv., því að það er að sumu leyti óviðeigandi og að sumu leyti áþarft. Nú hefir n., sem um málið hefir fjallað, bætt svo um, að ef brtt. hennar verða samþ., ná ákvæði frv. aðeins til svartbaksins, og má við það una eftir atvikum, þóti ég vilji um leið benda á, að nægileg ákvæði eru fyrir í l. um eyðingu svartbaksins, og því óþarft að bera fram slíkt mál sem þetta.

En nú er risin deila milli hv. þm. Borgf. og hv. frsm. um, hvernig kostnaðurinn skuli skiptast, þar sem ákvæði gr. virðast stangast nokkuð á. Mér virðist, að þetta mætti laga þegar við þessa umr., með því að orða brtt. á þskj. 154 dálítið öðruvísi, þannig að 2. gr. frv. væri látin halda sér að mestu. vil ég til samkomulags leyfa mér að bera fram svo hljóðandi skrifl. brtt. við 2. lið brtt. á þskj. 154: „Við 2. gr. Orðin í upphafi greinarinnar „Ríkissjóður greiðir laun þau, er l. gr. ákveður. En“ falla burt.“

Verður þá engin mótsetning, þótt 1. gr. frv. sé samþ. nú, og mætti þá við 3. umr. athuga þetta ákvæði nánar. Og er það atriði, sem laga má í hendi sér, þegar þar að kemur, ef menn vilja þá ekki halda ákvæðum 2. gr. eins og þau voru í upphafi. — Um þetta ættu allir að verða ásáttir.