13.03.1940
Neðri deild: 16. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 114 í C-deild Alþingistíðinda. (2140)

64. mál, fiskveiðasjóður Íslands

*Flm. (Ásgeir Ásgeirsson):

Ég ætla ekki að hafa langa framsögu fyrir þessu frv., en óska. að því verði vísað til fjhn. Ég skal játa það ótvírætt, að þetta frv. er eitt af þeim, sem þurfa nokkurrar athugunar við. Það eru tvær hugmyndir bak við þetta frv. Önnur sú, að ef það yrði samþ., væru heldur einhverjar líkur til, að með þessu móti væri unnt að auka umsetningarhraða á starfsfé fiskveiðasjóðs Íslands, og gæfi þá margt komizt í gang, en hin hugmyndin er sú, að veita útgerðarmönnum nokkra tilslökun í sköttum, er kæmi móti því, að þeir fara oft illa út úr því við skatatálagningu, að þeim er reiknuð of litil rýrnun. Þeir verða oft fyrir óhöppum með vélar, og skipta stundum um vélar án þess að nauðsyn beri til. Það eru margir kostnaðarliðir við útgerðina, sem ekki koma til frádráttar á skatti. Þessar ástæður liggja til þess, að við höfum gjarnan viljað bera fram frv., sem gengur í þá átt, að útgerðarmenn fái skattfrjálsar einhverjar þær afborganir, sem þeir verða að greiða árlega vegna útgerðarinnar. Það geta verið skiptar skoðanir um, hvort þetta sé bezta leiðin, og ég skal ekki fullyrða, að svo sé, en það mun verða séð fyrir því, að þetta mál verði rætt ýtarlega í n., og ég óska eftir því, að þessu frv. verði vísað til 2. umr. og fjhn.