28.03.1940
Neðri deild: 24. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 120 í C-deild Alþingistíðinda. (2164)

71. mál, raforkuveitusjóður

*Sigurður Kristjánsson:

Herra forseti! Þegar fyrst var borið fram frv. um rafveitulánasjóð, þá virtist það vaka fyrir, að koma fram refsiskatti á þær rafveitur, sem fyrir voru í landinu. Það var ekki hægt að sjá á því frv., að það yrði nokkur leið fyrir menn að taka lán úr sjóðnum, því það átti að falla þungur skattur á lántakendur. Það var þess vegna frá upphafi alveg loku fyrir það skotið, að sjóðurinn gæti orðið að nokkru liði, en var jafnbersýnilegt, að hann gat orðið að óliði.

Þegar þessi afkáralega hugmynd birtist næst í frv.-formi, þá er nokkuð úr þessu dregið, en uppistaðan þó hin sama. En það frv. fékk eins og kunnugt er þá afgreiðslu, að því var vísað til ríkisstj. Nú kemur þetta frv. fram og er þannig, að það er í raun og veru framhald af þeirri hugmynd og þeim kröfum, sem fyrir löngu hafa komið fram hér á þinginu, um að byggja upp rafveitur um allt land, þar sem skilyrði eru annars til þess að framleiða raforku. Ég álít það alveg rétta aðferð, sem frv. fer fram á, að ríkið leggi grundvöllinn og hjálpi mönnum þannig af stað. í m það má vitanlega deila, hvað mikið ríkið eigi að leggja til, en ég álit samt, að hér sé byrjað alveg rétt og stefnt í rétta átt. Hv. þm. Borgf. hefir borið fram skrifl. brtt. við 2. gr. frv., þar sem farið er fram á, að tímatakmark sé ekkert fyrir framlagi ríkissjóðs. Ég verð að líta svo á, að það sé rétt, ef breyt. er gerð á þessari gr., að ákveða eitthvert tímatakmark. Í þessari gr. eins og hún er í frv. er gert ráð fyrir, að ríkissjóður leggi fram 1/2 millj. ,kr. á næstu 10 árum. En ef það þætti of lítið, mætti breyta því þannig, að hafa framlagið hærra, eða til eitthvað lengri tíma, t.d. 15 ára. Ég held, að það sé ekki rétt form að hafa þetta alveg ótímabundið; það mundi heldur ekki koma til mála, að ríkið greiddi sjóðnum áfram þetta 50 þús. kr. tillag, ef sjóðurinn yrði það stór, að hann þyrfti ekki á slíku framlagi að halda. Ég býst við, að það hafi vakað fyrir hv. flm. till. (PO), að framlagið væri of lítið, en þá hefði verið miklu réttara annaðhvort að hækka upphæðina, t. d. upp í 75 þús. kr., eða þá að lengja árabilið um ákveðinn árafjölda.

Um till. n. vil ég ekki segja annað en það, að í þeim gengur aftur þessi afkáralega hugmynd um það, að leggja refsiskatt á þá, sem hafa komið upp hjá sér rafveitu með mikilli fyrirhöfn. Það er andúðin, sem gengur aftur í þessum till., því það er alveg vitað, að þessum tillögumönnum er vel kunnugt um, að þær rafveitur, sem til eru nú, berjast í bökkum, því að t. d. ein rafveita hefir orðið að leita hjálpar ríkisins. Margar af þessum rafveitum hafa fengið erlend lán, sem ríkið hefir stuðlað að að stórhækka með gengisbreyt. Ég mun þess vegna hiklaust greiða atkv. á móti þessari brtt. n. Ég get sagt hið Sama um till. II, að ég mun greiða atkv. á móti henni. Ég tel það höfuðatriðið, að ganga ekki inn á þennan tekjuöflunargrundvöll fyrir rafveitusjóð, að aflað sé tekna á þann hátt, að leggja þennan refsiskatt á rafveiturnar, þar sem þær berjast nú mjög í bökkum, og fjhn. hefir enga vissu fyrir því, að þær geti einu sinni staðið undir sínum skuldbindingum.